Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Ytri Rangá Urriðasvæði
  • Ytri Rangá Urriðasvæði

    Leynd perla sem ekki hefur verið mikið könnuð

Ytri Rangá Urriðasvæði

Ytri Rangá urriðasvæði - Veiðistaðavefurinn

Ytri Rangá urriðasvæði er efri hluti Ytri Rangár en Ytri Rangá rennur í gegnum Hellu í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, er um 60 km löng og á upptök sín í Sölvahrauni.
Þetta er vatnsmikil á með meðalrennsli um 50 rúmm./sek.
Margir lækir renna í Ytri Rangá á leið niðru að ósi, til að mynda Galtalækur, Geldingalækur ofan Árbæjarfoss og Hróarslækur sem lrennur í ánna neðan Ægisíðufoss. Neðsti partur árinnar Hólsá eftir að Ytri-Rangá og Þverá sameinast.

Ytri Rangá urriðasvæði byrjar ofan Árbæjarfoss og nær fyrir ofan Galtalækjarskógs.
Þetta er gríðar mikið flæmi og töluverð áskorun, jafnvel fyrir veiðimenn sem þekkja svæðið. Urriðinn á þessu svæði getur orðið ógnarstór og þeim sem best hefur gengið hafa fara alsælir frá borði.

Veitt er frá báðum bökkum í þessari ógnarstóru á með 6 stöngum á dag út tímabilið sem nær frá byrjun apríl og allt til loka september.

Eingöngu er veitt með flugu á urriðasvæði Ytri Rangá, og er alger sleppiskylda á öllum fiski.

Sleppiskylda og fluguveiði eingöngu var tekið upp árið 2013, og er nú þegar farið að sjá mikinn árangur í aukningu á fiski, bæði í stærð, sem og fjölda.

Ekki er neitt veiðihús sem fylgir seldum veiðileyfum.

Ytri Rangá Urriðasvæði – vinsælar flugur:

 

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...