Þetta er vatnsmikil á með meðalrennsli um 50 rúmm./sek.
Margir lækir renna í Ytri Rangá á leið niðru að ósi, til að mynda Galtalækur, Geldingalækur ofan Árbæjarfoss og Hróarslækur sem lrennur í ánna neðan Ægisíðufoss. Neðsti partur árinnar Hólsá eftir að Ytri-Rangá og Þverá sameinast.
Ytri Rangá urriðasvæði byrjar ofan Árbæjarfoss og nær fyrir ofan Galtalækjarskógs.
Þetta er gríðar mikið flæmi og töluverð áskorun, jafnvel fyrir veiðimenn sem þekkja svæðið. Urriðinn á þessu svæði getur orðið ógnarstór og þeim sem best hefur gengið hafa fara alsælir frá borði.
Veitt er frá báðum bökkum í þessari ógnarstóru á með 6 stöngum á dag út tímabilið sem nær frá byrjun apríl og allt til loka september.
Sleppiskylda og fluguveiði eingöngu var tekið upp árið 2013, og er nú þegar farið að sjá mikinn árangur í aukningu á fiski, bæði í stærð, sem og fjölda.
Ytri Rangá Urriðasvæði – vinsælar flugur: