Ytri Rangá

Ytri-Rangá rennur í gegnum Hellu í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, er um 60 km löng og á upptök sín í Sölvahrauni. Þetta er vatnsmikil á með meðalrennsli um 50 rúmm./sek. Margir lækir renna í Ytri Rangá á leið niðru að ósi, til að mynda Galtalækur, Geldingalækur ofan Árbæjarfoss og Hróarslækur sem lrennur í ánna neðan Ægisíðufoss. Neðsti partur árinnar Hólsá eftir að Ytri-Rangá og Þverá sameinast. Það má með sanni segja að Ytri Rangá sé orðin ein besta og þekktasta laxveiðiá Íslands með ótrúlegar aflatölur síðastliðin ár. Mesta veiðin úr Ytri Rangá voru rúmlega 14000 laxar sem var…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Merkingar á veiðistöðum
Aðkoma að veiðistöðum
Almenn ánægja

Mjög gott

Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Ytri-Rangá rennur í gegnum Hellu í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, er um 60 km löng og á upptök sín í Sölvahrauni.
Þetta er vatnsmikil á með meðalrennsli um 50 rúmm./sek.
Margir lækir renna í Ytri Rangá á leið niðru að ósi, til að mynda Galtalækur, Geldingalækur ofan Árbæjarfoss og Hróarslækur sem lrennur í ánna neðan Ægisíðufoss. Neðsti partur árinnar Hólsá eftir að Ytri-Rangá og Þverá sameinast.

Það má með sanni segja að Ytri Rangá sé orðin ein besta og þekktasta laxveiðiá Íslands með ótrúlegar aflatölur síðastliðin ár.
Mesta veiðin úr Ytri Rangá voru rúmlega 14000 laxar sem var sumarið 2008, en meðalveiðin hefur verið um 7000 laxar á sumri, og meðalþyngdin hefur verið um 7 pund.

Veiðisvæði Ytri Rangár nær frá Djúpóss sem er neðsti veiðistaður, og upp að Árbæjarfossi en þarna á milli eru afar fjölbreittir veiðistaðir og hægt að gera ótrúlega veiði á mörgum stöðunum.

Veitt er á 12 stangir í upphafi tímabils, frá 26. júní til loka júní, en frá  1. júlí og til enda tímabils er veitt á 16 stangir.
Eingöngu er leyfð veiði á flugu yfir sumarið, eða til 7. september, en þar á eftir er heimilt að veiða með maðk  og spón einnig.

Ánni er skipt upp í 4 svæði þar sem 4 stangir deila með sér hverju svæði í 6 klukkustundi í senn.

Við Ytri Rangá er glæsilegt veiðihús með fullri þjónustu sem veiðimönnum er skylt að nýta sér frá 6. júlí og til 20. september, en vissulega er einnig hægt að kaupa gistingu þar utan skyldutíma.

Skemmtilegar myndir frá svæðinu:

x

Check Also

Sog – Alviðra

Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd ...