Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður-Þingeyjarsýslu, er um 2.4 km2 að flatarmáli og um þriggja metra djúpt að meðaltali. Mesta dýpi er um 10 m.
Vestmannsvatn er í um 455 km fjarlægð frá Reykjavík og er staðsett um 26 km suður af Húsavík. Vestmannsvatn liggur við þjóðveg nr. 845.
Í vatninu er aðallega bleikja og urriði sem eru í þokkalegri stærð, auk einstakra laxa sem veiðast jafnan á hverju sumri. Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar mjög góðir fyrir alla fjölskylduna.
Veiði er heimil í öllu vatninu nema að bannað er að veiða 100 m frá ósnum þar sem Reykjadalsá rennur í vatnið sem og þar sem rennur úr vatninu í Eyvindarlæk.
Daglegur veiðitími er frá morgni til kvölds út tímabilið sem nær frá 15. maí til 30. september ár hvert.
Yfirleitt gefur best árla eða seinnipart dags. Jöfn og góð veiði er þó yfir daginn.
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.
Vestmannsvatn – Vinsælar flugur: