Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Veiðivötn – Snjóölduvatn

Veiðivötn – Snjóölduvatn

Veiðivötn - Veiðistaðavefurinn

Snjóölduvatn er í Veiðivötnum sem óhætt er að segja að séu ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins.
Veiðivötn eru vatnaklasi í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.

Snjóölduvatn

Snjóölduvatn er þriðja stærsta vatnið á Veiðivatnasvæðinu, um 1.62 km2 að flatarmáli, og liggur í 562 metrum yfir sjávarmáli. Vatnið er dýpst um 22 metrar sunnan megin við Mosanef, en annars er það með meðaldýpi uppá 7.8 metra. Snjóölduvatn er eitt syðsta vatnið í klasanum.

Í vatninu er bæði urriði og bleikja og veiðist nokkuð mikið í vatninu ár hvert, litlir og stórir fiskar. Það er því um að gera að koma við í þesus fallega vatni því veiðistaðirnir eru margir og fjölbreytileikinn mikill.

Veiðistaðir eru nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.

Snjóölduvatn

Snjóölduvatn

Upphafsmynd: Snjóölduvatn – Ljósm.: Friðrik Hansen Guðmundsson

x

Check Also

Veiðitjörn Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og ...