Arnarpollur er eitt af vötnum í Veiðivötnum, sem óhætt er að segja að sé ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins.
Um er að ræða vatnaklasa í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.
Arnarpollur
Arnarpollur, eða Arnarvatn, er lítið og fallegt 0.19 km2 vatn við hlið Snjóölduvatns. Þetta vatn er í 563 m hæð yfir sjávarmáli og er mesta dýpt þess um 21 m, en þó er meðaldýpið um 5.5 m.
Í Arnarpolli er urriði eingöngu sem getur verið styggur. Því mælst til að veiðimenn séu varkárir þegar þeir ganga um bakka Arnarpolls ef vel á að ganga.
Veiðistaðir eru nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.