Umsögn Veiðistaðavefsins
Verð veiðileyfa
Merkingar á veiðistöðum
Aðkoma að veiðistöðum
Almenn ánægja
Frábært
Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.
Um er að ræða vatnaklasa í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja Veiðivötn og veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.
Stærst vatnanna eru Litlisjór sem er um 9.2 km2 að flatarmáli, Grænavatn sem er 3.3 km2, og Snjóölduvatn sem er 1.6 km2 að flatarmáli.
Þessi vötn eru ekki gígvötn og voru til fyrir árið 1480.
Tjaldvatn og Breiðavatn eru grynnst, meðaldýpi þar er einungis um 1-3 m.
Á neðri hluta Veiðivatnasvæðisins eru gróðurlitlar vikuröldur og melar áberandi í umhverfi vatnanna en norðar setja mosavaxin hraun sterkan svip á landslagið. Hraunin og klepragígarnir á Hraunvatnasvæðinu eru sérlega tilkomumikil. Sömuleiðis eru fallegar hraunmyndanir í Fossvatnahrauni, við Skálavötn og Pyttlur.
Þetta er eitt af vinsælustu og eftirsóttustu veiðisvæðum landsins, og eru veiðileyfi þar svo eftirsótt að þau seljast yfirleitt upp á skömmum tíma. Það er því svo að mikið er setið um leyfi í Veiðivötn sem hafa gengið í erfðir milli manna.
Í Veiðivötnum mikið af gríðarvænum og öflugum urriða af ísaldarstofni, þ.e. sjóbirtingur sem lokaðist inni við lok síðustu ísaldar, og mikið af bleikju, bæði lítilli og stórri, og eru rómuð fyrir góða veiði.
Rafmagn, eldavélarhella, heitt og kalt vatn, rafljós og þilofnar eru í öllum veiðikofum. Vatnssalerni eru í öllum húsum nema einu.
Verð fyrir gistingu er hægt að finna á vef Veiðivatna; http://www.veidivotn.is
Kort í hliðarstiku: Kristján Friðriksson – fos.is
Vinsælar flugur:
Veiðivötn – skemmtilegar myndir: