Urriðavatn er í nágrenni Egilsstaða og er u.þ.b. 1,1 km², dýpst 15 m og í 40 m yfir sjó. Hafralónslækur og Merkilækur renna í Urriðavatn en þaðan er útfall Urriðavatnslækjar.
Urriðavatn er í 664 km. fjarlægð frá Reykjavík og 5 km. frá Egilsstöðum. Þjóðvegir 1 og 925 liggja við vatnið. Greiðfært er fyrir alla bíla að vatninu.
Það má veiða í öllu vatninu en helst er veitt í Hafralækjarósi hjá útrennsli Urriðavatnslækjar, en einnig við hitaveitutanka og víðar. Í vatninu er bleikja eingöngu sem er frá nokkur hundruð grömmum upp í 3 pund. Mest er um eins punda bleikjur.
Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.
Veiðitímabilið við Urriðavatn er allt árið, og má veiða í öllu vatninu.
Eingöngu má veiði með flugu, maðk, og spón.
Urriðavatn – Vinsælar flugur: