Urriðakotsvatn

Urriðakotsvatn er lítið vatn fyrir ofan Setbergshverfið í Hafnarfirði en það tilheyrir samt Garðabæ.

Þetta er frekar lítið og grunnt vatn, með töluverðum botngróðri, sérstaklega þegar líður á sumarið.

Þónokkuð er af urriða í vatninu.

Ekki er vitað til þess að seld séu veiðileyfi í vatnið, en bæjaryfirvöld í Garðabæ geta gefið leyfi til veiðar.
Gott er einnig að tala við þá í Golfskálanum Setbergi áður en haldið er til veiða til að þeir séu meðvitaðir, þeir hafa hinsvegar ekki með veiðileyfi að gera.

x

Check Also

Voli – veiði nærri Selfossi

Voli er í nágrenni Selfoss og tekur einungis um 10 mín að keyra í Vola frá Selfossi til austurs. Svæðið er mjög stórt, eða með ...