Heim / Gullskráningar / Úlfarsá / Korpa
  • Úlfarsá / Korpa

    Skemmtileg og nett laxveiði innan borgarmarkanna

  • Úlfarsá / Korpa

    Skemmtileg og nett laxveiði innan borgarmarkanna

  • Úlfarsá / Korpa

    Skemmtileg og nett laxveiði innan borgarmarkanna

  • Úlfarsá / Korpa

    Skemmtileg og nett laxveiði innan borgarmarkanna

Úlfarsá / Korpa

Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Úlfarsá fellur úr Hafravatni og liðast 7 km. löng um láglendið milli Úlfarsfells og Keldnaholts. Áin er tveggja stanga og hentar vel fyrir veiði bæði með maðk og flugu. Veiðistaðir eru margir og fjölbreyttir og mikil vinna hefur verið lögð í að undanförnu að bæta þá og fjölga. Lagfæring veiðistaða gerir ána mun auðveldari til fluguveiðaÞegar veitt er Korpu verður að fara varlega. Þessi litla og friðsæla á er með gjöfulustu laxveiðiá landsins ef miðað er við veiði á stangardag. Kvóti er fjórir laxar á dag á hverja dagsstöng. Áin…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Merkingar á veiðistöðum
Aðkoma að veiðistöðum
Almenn ánægja

Mjög gott

Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Úlfarsá fellur úr Hafravatni og liðast 7 km. löng um láglendið milli Úlfarsfells og Keldnaholts.
Áin er tveggja stanga og hentar vel fyrir veiði bæði með maðk og flugu.

Veiðistaðir eru margir og fjölbreyttir og mikil vinna hefur verið lögð í að undanförnu að bæta þá og fjölga. Lagfæring veiðistaða gerir ána mun auðveldari til fluguveiðaÞegar veitt er Korpu verður að fara varlega.
Þessi litla og friðsæla á er með gjöfulustu laxveiðiá landsins ef miðað er við veiði á stangardag. Kvóti er fjórir laxar á dag á hverja dagsstöng.
Áin er algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar fara þar fram sem er nær einsdæmi hérlendis.

 

Skylt er að taka hreistursýni af hverjum veiddum fiski sé þess óskað af veiðiverði.
Ágætis veiðihús er við ánna, er þar aðstaða til hvíldar og hressingar, auk þess er salerni í húsinu. Veiðimenn eru beðnir um að ganga vel um veiðihúsið, ána og umhverfi hennar.
Veiðivörður tekur á móti veiðimönnum kvölds og morgna við veiðihúsið

Veiðihúsið stendur við Blikastaðakró. Ekið er sem leið liggur upp Víkurveg, síðan Korpúlfsstaðaveg fram hjá Korpúlfsstöðum og Barðastaðir eknir niður að ósi árinnar en þar sem veiðihúsið er

 

Vinsælar flugur í Úlfarsá / Korpu

x

Check Also

Laxá í Kjós – sjóbirtingur

Laxá í Kjós er laxveiðiá sem á upptök í Stíflisdalsvatni í Þingvallasveit. Í ánni er fossinn Þórufoss og gengur lax upp að þeim fossi. Lengd ...