Þveit er í Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu.
Það er í um 450 km. fjarlægð frá Reykjavík og um 10 km. frá Höfn í Hornafirði. Þveit liggur við þjóðveg 1, þannig að aðgangur er auðveldur.
Þveit er 0,91 km2 að flatarmáli, 2 m. hæð yfir sjávarmáli. Myllulækur og Skrápslækur renna í vatnið og Þveitarlækur úr því. Fiskgengt er á milli vatns og sjávar þannig að sjóbirtingur á þangað greiða leið. Annars er mikið magn af smábleikju í vatninu, og einnig hafa heyrst sagnir af flottum urriðum veiddum í vatninu.
Einungis er heimilt er að veiða í landi Stórulágar, sem ræður yfir u.þ.b. helmingnum af vatninu. Veiðsvæðið má betur greina á tilfallandi korti.
Daglegur veiðitími er frá kl 10:00 til kl 22:00, og stendur veiðitímabilið frá 1. apríl til 30. september ár hvert.
Athugið að einungis má veiða með flugu, maðk, eða spón sem agn í Þveit.
Þveit – Vinsælar flugur: