Heim / Veiðileyfasalar / Fish Partner / Þingvallavatn Kárastaðir
  • Þingvellir - Kárastaðir

    Urriða- og bleikjuveiði á heimsmælikvarða

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli.  Mesta dýpi er um 114 m.  Þingvallavatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum. Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn  einstakt meðal vatna landsins.  Mikið er að djúpum gjám í vatninu. Í Þingvallavatni eru 4 tegundir af bleikju sem og víðfrægur urriðastofn.  Algeng stærð á bleikjunni er frá hálfu pundi upp í 3 pund.  Bleikjutegundirnar eru: Kuðungableikja, sílableikja, murta og gjámurta.  Bleikjuafbrigðin…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Almenn ánægja

Frábært

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík.

Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli.  Mesta dýpi er um 114 m.  Þingvallavatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum. Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn  einstakt meðal vatna landsins.  Mikið er að djúpum gjám í vatninu.

Í Þingvallavatni eru 4 tegundir af bleikju sem og víðfrægur urriðastofn.  Algeng stærð á bleikjunni er frá hálfu pundi upp í 3 pund.  Bleikjutegundirnar eru: Kuðungableikja, sílableikja, murta og gjámurta.  Bleikjuafbrigðin hafa þróast í vatninu á síðustu 10.000 árum.

Kárastaðalandið nær frá u.þ.b. Nestá eða Grjótnes og inn eftir víkinni í átt að þjóðgarðinum.
Kárastaðalandið er að hluta innan þjóðgarðs, en þó ber að geta að veiðileyfi eru seld sérstaklega og gildir því Veiðikortið ekki hérna.

Margir góðir veiðistaðir eru á Kárastaðalandinu þó nokkrir séu skemmtilegri en aðrir, og má þá helst að geta Rauðukusunes sem hefur gefið margan urriðann.

Oft er mjög góð veiði á Kárastöðum, bæði urriða og bleikju.

Fluguveiðitímabil hefst 1. apríl og stendur til 15. september.

Einungis má veiða á flugu og öllum urriða skal sleppt.

Í bleikjuveiðina má nefna margar góðar flugur, en mest veiðist á litlar silungapúpur eins og t.d. Peacock, Watson Fancy, svartan Killer svo einhverjar séu nefndar.

Fyrir urriðann hefur reynst vel að nota straumflugur eins og Black Ghost, Black Ghost Sunburst, og hvíta og svarta nobblera.

Oft reynist vel að nota langan taum og draga mjög hægt sérstaklega þar sem mikið dýpi er.

Athugið að Veiðikortið gildir ekki hér. Veiðileyfi eru seld hjá Fish Partner.

Þingvallavatn Kárastaðir – vinsælar flugur:

x

Check Also

villingaholtsvatn.jpg

Villingaholtsvatn

Villingaholtsvatn er í um 80 km fjarlægð frá Reykjavík, í Villingaholtshreppi. Villingaholtshreppur er í Árnessýslu. Að flatarmáli er Villingaholtsvatn einungis um 0,8 km² að stærð, ...