• Tangavatn við Galtalæk

    Aðgengilegt og þægilegt veiðivatn

  • Tangavatn við Galtalæk

    Aðgengilegt og þægilegt veiðivatn

Tangavatn

Tangavatn er lítið manngert vatn skammt frá bænum Galtalæk II í Rangárvallarsýslu, í um 115 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 35 km fjarlægð frá þjóðvegi 1 ef farið er eftir þjóðvegi 26.

Á Galtalæk II er eldisstöð frá fiskeldinu í Fellsmúla, þar sem hinn víðfrægi ísaldarurriði er alinn upp áður en honum er sleppt í Veiðivötn, en einnig er þar alinn fiskur af Grenlækjarstofni. Þessum fiski er sleppt í Tangavatn.

Í vatnið er sleppt bæði urriða, sjóbirtingi og bleikju og hefur oft gert góða veiði í vatninu sem er nokkuð vinsælt til veiða.
Mest er um að ræða tveggja til þriggja punda fiska, en allt að 10 punda fiskar hafa veiðst í vatninu frá því sleppingar hófust í kringum 1992.

Veiðileyfi er hægt að nálgast á bænum Galtalæk II, en þar er einnig rekin nokkuð góð ferðaþjónusta með tjaldstæði, og góð aðkoma er að vatninu.
Kvóti hefur verið 4 fiskar á stöng á dag, en hægt er að greiða aukalega fyrir fiska umfram kvóta.

Frekari upplýsingar er að finna á vef Galtalækjar II: http://www.1.is/gl2/

Vinsælar flugur:

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...