• Steinsmýrarvötn

    Sjóbirtingsveiði í bland við bleikju í nágrenni Klausturs

  • Steinsmýrarvötn

    Sjóbirtingsveiði í bland við bleikju í nágrenni Klausturs

  • Steinsmýrarvötn

    Sjóbirtingsveiði í bland við bleikju í nágrenni Klausturs

  • Steinsmýrarvötn

    Sjóbirtingsveiði í bland við bleikju í nágrenni Klausturs

Steinsmýrarvötn

Steinsmýrarvötn - Veiðistaðavefurinn

Steinsmýrarvötn eru stutt frá Kirkjubæjarklaustri, um 300 km. frá Reykjavík við bæinn Syðri-Steinsmýri.

Þetta er skemmtilegt fjögra stanga veiðisvæði, en þau samanstanda af 2 vötnum og svo lækjum sem renna úr vötnunum, í þau og á milli og eru þessir staðir oft mjög gjöfulir. Steinsmýrarvötn eru staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri og eru í göngufæri frá veiðihúsinu.

Í Steinsmýravötnum er staðbundin bleikja og urriði ásamt sjóbirtingi og sjóbleikju. Vorveiðin á svæðinu er alveg frábær og hafa vorhollin verið að fá alveg upp í 80 fiska hvert. Yfir sumarið eða í júní og júlí veiðist vel af bleikju og er hún gríðarvæn í vötnunum en meðalþyngdin á henni hefur verið rúm 3 pund.
Í ágúst byrjar svo sjóbirtingurinn að ganga og er hann að ganga alveg langt fram að áramótum og tímabilið frá ágúst og út veiðitímann því yfirleitt mjög gott.

Seldar eru 4 stangir saman á dag í Steinsmýrarvötn og eru þær alltaf seldar saman.
Heimilt er að veiða á bæði flugu og spón út tímabilið sem nær frá 1. apríl til 10. október ár hvert, en veiði með maðk er með öllu bönnuð.
Eining ber að hafa í huga að kvóti er í vorveiðinni, 2 fiskar á stöng á dag, en þar á eftir má veiða og sleppa.

ATH að ekkert veiðihús fylgir seldum veiðileyfum eins og hingaðtil hefur verið gert, en um ýmsa gistimöguleika er að ræða í nágrenninu. Þeir sem vilja t.d. athuga með gistingu í bústöðum á Syðri – Steinsmýri eða veiðihúsi Eldvatns hafi samband með tölvupósti á info@eldhraun.is eða í síma 659-6800 , www.eldhraunguesthouse.is. Einnig er hægt að aðhuga aðra ferðaþjónustuaðila í Skáftáhrepp en upplýsingar um þá er hægt að fá á heimasíðunnu www.klaustur.is
Steinsmýrarvötn eru stutt frá Kirkjubæjarklaustri, um 300 km. frá Reykjavík við bæinn Syðri-Steinsmýri. Þetta er skemmtilegt fjögra stanga veiðisvæði, en þau samanstanda af 2 vötnum og svo lækjum sem renna úr vötnunum, í þau og á milli og eru þessir staðir oft mjög gjöfulir. Steinsmýrarvötn eru staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri og eru í göngufæri frá veiðihúsinu. Í Steinsmýravötnum er staðbundin bleikja og urriði ásamt sjóbirtingi og sjóbleikju. Vorveiðin á svæðinu er alveg frábær og hafa vorhollin verið að fá alveg upp í 80 fiska hvert. Yfir sumarið eða í júní og júlí veiðist vel af bleikju og er hún…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að veiðistöðum
Umhverfi
Almenn ánægja

Ágætt

Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Steinsmýrarvötn – vinsælar flugur:

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...