Sogið er 19 kílómetra löng á og er vatnsmesta lindá landsins. Fjölmörg veiðisvæði eru í Soginu og þekktust eru líklega Alviðra, Ásgarður, Bíldsfell, Tannastaðatangi og Þrastarlundarsvæðið. Eitt svæði gleymist þó gjarnan en það eru Torfastaðir.
Torfastaðasvæðið er í raun á milli Alviðru og Bíldsfells – á vesturbakkanum. Tvær stangir eru á svæðinu sem er um kílómetri að lengd og teygir sig frá ósum Tunguár og niður að Álftavatni. Allt aðgengi að svæðinu er með besta móti og í raun best að ganga á milli veiðistaða.
Á Torfastaðasvæðinu eru níu merktir veiðistaðir.
Hægt að nálgast veiðikort í veiðibúðinni Veiðisporti á Selfssi.
Silungatíminn nær frá 1. apríl til 25. júní. Undir lok júní fer laxinn að ganga upp á svæðið. Auk þess að vera gott bleikjusvæði hefur laxveiðin við Torfastaði verið með miklum ágætum.