Skriðuvatn er efst í Skriðdal í S-Múlasýslu, og er um 1,25 km² að stærð, dýpst er það um 10 m, og liggur í 155 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Öxará, Forvaðará og Vatnsdalsá og úr Skriðuvatni fellur Múlaá.
Þjóðvegur 1 liggur meðfram Skriðuvatni, sem er í 35 km fjarlægð frá Egilsstöðum, 50 km frá Breiðdalsvík og 50 km frá Djúpavogi um Öxi.
Nokkuð mikið er af vænum urriða í Skriðuvatni, allt að 5 punda fiskar, en einnig veiðast þar bleikjur.
Vatnasvæðið, sem um ræðir, er Skriðuvatn að austanverðu í landi Vatnsskóga. Það er svæðið þar sem Skriðuvatn fellur í Múlaá og öll strandlengja vatnsins að austan, allt að Öxará. Einnig er veiðiréttur í austanverðri Múlaá, frá upptökum árinnar, og 250 metra niður ána allt að merktum landamerkjastólpa. Einnig er heimilt að veiða í Öxará að austanverðu þar sem áin fellur í Skriðuvatn og upp eftir ánni. Ákjósanlegt er að stunda veiðar með flugu í lóni sem fellur úr vatninu og í Múlaá.
Eingöngu er stangaveiði heimil og þá eingöngu frá bökkum og er öll netaveiði stranglega bönnuð.
Daglegur veiðitími er frá kl 8:00 til kl 22:00 út tímabilið sem spannar frá 1. júní til 31. ágúst, og er nokkuð jöfn veiði út tímabilið.
Löglegt agn í Skriðuvatni er fluga, maðkur, og spónn.
Skriðuvatn – Vinsælar flugur: