Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðurlandi / Skógá – gamalgróin á undir Eyjafjöllum

Skógá – gamalgróin á undir Eyjafjöllum

Skógá gamalgróin á við Skóga undir Eyjafjöllum í um 150 km fjarlægð frá Reykjavík. Þetta var ein besta bleikjuveiðiá landsins og er vaxandi laxveiðiá með öflugri fiskirækt.

Skógá á upptök sín undir Fimmvörðuhálsi og renna í hana ýmsir lækir og litlar ár áður en hún kemur niður að Skógafossi, og orðin þá allmikil á.

Veiðisvæðið er um 7 km langt svæði Skógár, 2 km kafli í Kvernu, auk 1.5 km kafli í Dalsá, með um 90 hyljum sem 4 stangir skipta á milli sín.

Vonir standa til þess að áin verði sjálfbær í framtíðinni um allt að 300 laxa.

Veiðin í Skógá hefur gengið upp og niður og lagðist nánast af eftir eldgosið í Eyjafjallajökli með einungis um 45 laxa skráða það árið.

Mest hefur veiðin farið í tæplega 1600 laxa sem telja má mjög gott miðað við að einungis er veitt á 4 stangir, en þetta var árið 2008.

Veiði hefur mikið verið að jafna sig eftir gosið og var miklu magni seiða sleppt undanfarin ár svo það er ágæt von á góðri veiði.

Silungsveiðin hefur einnig oft verið ævintýraleg í Skógá en mesta veiði var árið 2001, en það árið veiddust um 2700 silunga.

Menn geta átt von á mörgum stórfisknum í Skógá enda hafa veiðst þar laxar allt að 17 pund, og bleikjur allt að 10 pund.

Nokkuð góð aðkoma er að flestum stöðum í Skógá og leyfilegt er að veiða á flugu, maðk, og spón allt tímabilið, 12 klst á dag.

Veitt er á 4 stangir í Skógá undir Eyjafjöllum.

x

Check Also

Sog – Alviðra

Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd ...