Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Skjálfandafljót – silungasvæði
  • Skjálfandafljót silungasvæði

    Ódýr og góður kostur fyrir þá sem vilja veiða silung með laxavon

  • Skjálfandafljót silungasvæði

    Ódýr og góður kostur fyrir þá sem vilja veiða silung með laxavon

  • Skjálfandafljót silungasvæði

    Ódýr og góður kostur fyrir þá sem vilja veiða silung með laxavon

Skjálfandafljót – silungasvæði

Skjálfandafljót silungasvæði - Veiðistaðavefurinn

Skjálfandafljót er jökulfljót sem á upptök sín í Vonarskarði sem er á milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls og fellur til sjávar í Skjálfanda. Fljótið er í um 450 km fjarlægð frá Reykjavík, í um 27km fjarlægð frá Húsavík, og er um 180 kílómetra langt og er það því fjórða lengsta vatnsfall á Íslandi. Vatnið í fljótinu er ekki eingöngu jökulvatn. Ýmsar drag- og lindár blandast því á leið þess til sjávar. Þetta gerir það að verkum að fiskur gengur upp í fljótið og er stunduð silungs- og laxveiði í fljótinu og þverám þess.

Þar sem rennur til þess jökulvatn á sumrin fær fljótið oft lit, mismikinn, og er liturinn mjög breytilegur frá degi til dags.

Oft hefur verið tala um best geymdu leyndarmálin í veiðiám Íslands, og er Skjálfandafljót eitt þeirra, en síðastliðin árin hafa verið veiddir þar rúmlega 600 laxar árlega, en einungis er veitt þar á 6 stangir á laxasvæðunum þremur, og eru leyfðar 2 stangir á hverju svæði fyrir sig.

Skjalfandafljót – silungasvæði eru nokkur svæði bæði með eingöngu silung, og svo silungasvæði með laxavon, en silunga- og laxveiðisvæði Skjálfandafljóts er ódýr og góður kostur fyrir þá sem vilja veiða silung með laxavon.

Skjálfandafljót – silungasvæði eru neðan þjóðvegarbrúar og ná niður að ós. Líkt og annars staðar í Skjálfandafljótinu er selt á hvorn bakkann fyrir sig.

Skjálfandafljót – silungasvæði A Bakki Ós-Brú

  • Fjöldi stanga: Veitt er á 3 stangir
  • Veiðimörk: Frá þjóðvegarbrú Austan meginn niður að ós
  • Helstu veiðistaðir: Eru í vatnamótum og eyrum. Veiðisvæðið er mjög stórt og að miklum hluta ókannað. Veiðimenn eru því hvattir til þess að prófa sem víðast.
  • Veiðitími:
    18. júní – 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22
    11. ágúst – 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21
    1. sept. – 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20

Skjálfandafljót – silungasvæði V Bakki Ós-Brú ( Leikskálaá )

Neðan brúar er vesturbakkinn heldur þekktara veiðisvæði, þar sem nokkrar ferskvatnsár renna í Skjálfandafljótið þeim megin og er gjarnan fín veiði í vatnamótunum þar sem tært vatn rennur saman við jökullitaða vatnið.

  • Fjöldi stanga: Veitt er á 3 stangir
  • Veiðimörk: Frá þjóðvegarbrú niður að ós
  • Helstu veiðistaðir: Eru í vatnamótum ferskvatnsánna eins og Rangá, Syðri-Leikskálaá, Nípá
  • Veiðitími:
    18. júní – 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22
    11. ágúst – 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21
    1. sept. – 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20
Skylt er að skrá allan afla. Veiðibók verður staðsett í mjólkurhúsinu á Vaði 2

Skjálfandafljót Sil-Lax A Bakki ( Vaðseyja )

Veiðisvæðið er mjög fjölbreytt. Áin rennur í sandi og á það til breyta sér mikið á milli ára. Því er nauðsyn að reyna eyjar og kvíslar því nýir veiðistaðir geta myndast á milli ára. Oft veiðist lax á Vaðseyju og Börðunum en víða má finna silung. Miðkvísl ræður þar ríkjum sem skiptir milli austur- og vesturbakka.

  • Fjöldi stanga: Veitt er á 2 stangir
  • Veiðimörk: Frá og með veiðistaðnum Séniver niður að landamerkjagirðingu að þjóðvegarbrú
  • Helstu veiðistaðir: Vaðseyja, Séniver, Syðri Börð, Ytri Börð og Miðbakki
  • Veiðitími:
    18. júní – 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22
    11. ágúst – 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21
    1. sept. – 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20

Skjálfandafljót Sil-Lax V Bakki (Brú -Fellsendaskógur)

  • Fjöldi stanga: Veitt er á 2 stangir
  • Veiðimörk: Frá og með veiðistaðnum Votaklöpp niður að landamerkjagirðingu að þjóðvegarbrú
  • Helstu veiðistaðir: Skógarpollar, Skriðuhorn, Girðingarhorn, Meleyrarpollar
  • Veiðitími:
    18. júní – 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22
    11. ágúst – 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21
    1. sept. – 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20
Veiðivörður: Vésteinn Garðarsson Vaði s: 4643198

Vinsælar flugur:

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...