Þar sem rennur til þess jökulvatn á sumrin fær fljótið oft lit, mismikinn, og er liturinn mjög breytilegur frá degi til dags.
Oft hefur verið tala um best geymdu leyndarmálin í veiðiám Íslands, og er Skjálfandafljót eitt þeirra, en síðastliðin árin hafa verið veiddir þar rúmlega 600 laxar árlega, en einungis er veitt þar á 6~7 stangir á laxasvæðunum fjórum, og eru leyfðar 1 ~ 2 stangir á hverju svæði fyrir sig.
Skjálfandafljót fiskgengt um 40 km, er alls um 180 km að lengd og er fræg fyrir fallega fossa og fallega nátturu umhverfis. Laxgengd í Skjálfandafljót er mjög góð. Skjálfandafljót er á vegum Iceland Outfitters eru eins og fram kemur hér að neðan:
Skjálfandafljót – Austurbakki Efri 2 stangir (Þingey)
2 stangir seldar saman, athugið að uppgefið verð miðast við tvær stangir á dag
Veiðisvæðið er Austurbakki Skjálfandafljóts frá Barnafossi niður gljúfrin og niður að Gljúfurkjafti. Veitt er úr Þingey og þurfa veiðimenn að róa yfir Skipapoll til þess að komast á veiðislóð. Hér fara menn fótgangandi um veiðisvæðið og tekur um 30 mínútur að ganga frá Skipapolli upp að efsta veiðistað, eða um 10 mín að ganga upp í Gljúfurkjaft, þaðan tekur 10 mín að ganga upp á Pálsbreiðu og frá Pálsbreiðu upp í Fosspoll tekur um 10 mín.
Veiðitími er sveiganlegur og býðst mönnum að sleppa því að taka pásu og veiða í 12 tíma. Vinsamlegast virðið tímamörk ef kosið er að sleppa miðdegispásunni.
Veiðimenn eru beðnir að hlífa stórlaxi.
Eins og alls staðar í Skjálfandafljóti er full þörf á að fara með aðgát á svæðinu. Sumir veiðistaðir á efri austurbakka eru ekki aðgengilegir og notast skal við kaðla til að styðjast við.
- Fjöldi stanga: 2
- Kvóti: 6 laxar pr stöng pr dag
- Leyfilegt agn: fluga, maðkur og spúnn
- Helstu veiðistaðir:
Pálsbreiða, Sandhylur, Grjóthylur, Tótaklöpp, Litla Breiða, Steinabreiða, Fosspollur norðan, Fosspollur sunnan, Ingólfshöfði, Geirahola.
- Veiðitími:
18. júní – 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22
11. ágúst – 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21
1. sept. – 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20
Skjálfandafljót – A bakki, neðri (Skipapollur)
2 stangir eru seldar saman í pakka nema í Júní, þá er 1 stöng í pakkanum.
Keyrt er upp með vaði og lagt á bílastæði við Skipapoll. Þar er bátur sem menn geta notað til þess að komast yfir, veiða útfollin og í kringum Ullarfoss.
Veiðisvæðið nær frá Miðri Fosselskvísl niður undir landamerkjagirðingu neðst í Fossselsskógi.
Veiðisvæðið nær frá miðsvæði fosselskvíslar niður af rótum Fosselskógar.
Veiðitilhögun: Einungis seld 1 stöng í Júní frá Morgni til Kvölds og Júlí – Ágúst og Sept eru seldar 2 stangir frá Morgni til Kvölds.
- Fjöldi stanga: 1 ~ 2
- Kvóti: 6 laxar pr stöng pr hálfan dag
- Leyfilegt agn: fluga, maðkur og spúnn
- Helstu veiðistaðir:
Fosselskvísl, Skipapollur, Skipapollsútföll.
- Veiðitími:
18. júní – 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22.
11. ágúst – 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21.
1. sept. – 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20.
Skjálfandafljót – Barnafell
Barnafell 1 st seld í Hálfum dögum annhvort fyrir hadegi eða eftir hádegi.
Veiðitímin er hálfur dagur FH 7-13 og Eh 15.00-21.00, helstu veiðistaðir eru Barnafellsbreiða og vik ofan og neðan. Barnafell er sennilega einn af frægari veiðistöðum Skjálfandafljóts og heillar gróf nátturan og Barnafoss veiðimanninn margan, einungis er veitt á eina stöng í Barnafelli.
Veiðisvæðið nær frá Barnafossi vestanmegin og niður gljúfrið þar sem það er fært.
Til þess að komast að Barnafelli er keyrt inn afleggjara að Fremstafelli, alla leið þar til vegur endar við Barnafoss. Það getur verið hættulegt að ganga niður í Barnafell og eru veiðimenn beðnir um að fara með aðgát.
- Fjöldi stanga: 2
- Kvóti: 6 laxar pr stöng pr hálfan dag
- Leyfilegt agn: fluga, maðkur og spúnn
- Helstu veiðistaðir:
Barnafellsbreiða, efri vik og neðri vik.
- Veiðitími:
18. júní – 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22.
11. ágúst – 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21.
1. sept. – 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20.
Skjálfandafljót – Vesturbakki
2 stangir seldar saman í Pakka.
Veiðisvæðið nær frá Gljúfurkjafti vestanmegin og niður fyrir votulágarpolla á vesturbakka.
Til þess að komast að vesturbakka efri er keyrt inn í Ystafellsskóg og keyrt alla leið að sumarhúsi sem er staðsett þar. Þar er bílastæði og menn ganga þaðan.
Talsvert er hægt að vaða á vesturbakkanum og menn beðnir um að fara varlega við ánna. Margir Kjósa að vaða yfir á Austurbakkan til þess að veiða Grænhyljina og eru menn með fulla heimild til þess. einnig er gott að veiða Grænhyljina frá Eyrinni út í miðju.
Leyfilegt agn er; Fluga, Maðkur Spúnn.
- Fjöldi stanga: 2
- Kvóti: 6 laxar pr stöng
- Leyfilegt agn: fluga, maðkur og spúnn
- Helstu veiðistaðir:
Syðri & Ytri Fellsselspollar, Stóri Grænhylur vestan megin, Litli Grænhylur vestan megin
- Veiðitími:
18. júní – 10. ágúst er veitt frá kl 7-13 og kl 16-22
11. ágúst – 31. ágúst er veitt frá kl 7-13 og 15-21
1. sept. – 15. sept er veitt frá kl 7-13 og 14-20
Vinsælar flugur: