Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Skjaldbreiðarvatn Eystra – Skagaheiði

Skjaldbreiðarvatn Eystra – Skagaheiði

Skagaheiði - Veiðistaðavefurinn

Skjaldbreiðarvatn Eystra er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi.

Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- eftir því í hvaða vatn skal haldið.

Malarvegur er frá Skagaströnd og fyrir Skaga. Hann tengir saman bæi sem allflestir eru við ströndina. Upp að veiðivötnum liggja víða jeppaslóðar. Örfáir þeirra eru vel færir, jafnvel fyrir fólksbíla, en um aðra þarf að aka á fjórhjóladrifsbílum og svo eru sumir ekkert annað en troðningar sem auðveldlega geta spillst í rigningartíð.
Vart þarf að geta þess að allur akstur utan vega er með lögum óheimill á Skagaheiði eins og annars staðar í landinu.

Athugið að áður en farið er til veiða þarf að kaupa veiðileyfi hjá viðkomandi bónda/veiðiréttarhafa. Einnig þegar veiðivatnið er í afréttarlöndum.

Skjaldbreiðarvatn Eystra er á austanverðri Skagatá á svokölluðu Mallandsvatnasvæði og liggur rétt við þjóðveginn. Þetta vatn er 0,3 km2 að flatarmáli og að því liggur 1 km langur jeppavegur.

Bæði bleikja og urriði eru í vatninu sem geta orðið allvæn, og hefur heyrst af 2 ~ 4 punda fiskum í töluverðu magni.
Einnig má veiði í Skjaldbreiðarlæk en ekki fer miklum sögum um veiði í læknum sökum hjátrúar um að vond lukka fylgi þeim sem þar veiði.

Veiðileyfi selur Ásgrímur Ásgrímsson á Mallandi, en hann selur veiðileyfi í fleiri vötn, s.s. Urriðavatn, Selvatn, Heytjörn, Álftavatn, og Rangatjarnir.
Hann getur einnig gefið upplýsingar um gistingu í nágrenninu.

Skjaldbreiðarvatn Eystra – vinsælar flugur:

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...