Sigríðarstaðavatn er í botni Húnaflóa, vestan við Hópið, í Vestur- Húnavatnssýslu, í um 220 km fjarlægð frá Reykjavík. Þetta er allstórt og langt vatn, en fremur grunnt og flatarmálið er um 5 km2.
Vatnið er opið til hafs og gætir þarna flóðs og fjöru.
Sjóbleikja og sjóbirtingur eru í vatninu, en samkvæmt heimildum ollu breytingar á ósnum því að veiði fór að spillast þegar saltur sjórinn fór að berast í vatnið, er ekki vitað hvort það hafi lagast í seinni tíð.
Þar sem vatnið er í raun sjávarlón með ós út á haf er mikið af sel sem dvelja við ósinn, og þá austan megin, sem ekki hefur vakið mikla kátínu hjá þeim veiðimönnum sem hafa heimsótt vatnið á árum áður.
Upphafsmynd fengin af vefnum visithunathing.is
Sigríðarstaðavatn – veðrið á svæðinu