Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðurlandi / Ölfusá – Laugardælir

Ölfusá – Laugardælir

Veiðar hér fara fram fyrir landi Laugardæla.

Ölfusá er vatnsmesta á landsins en hún verður til þegar Sogið hefur runnið í Hvítá skammt austan við Ingólfsfjall.
Ölfusá er um 25 km löng og hefur vatnið að mestu leiti þann lit er einkennir Hvítá og önnur jökulvötn þó, munar mikið um tært lindarvatni úr Soginu, en þess gætir meðfram vestari og nyrðri bakka árinnar alveg að bæjarmörkum Selfossbæjar.

Við ármótin rennur áin lygn og breið á grynningum, fyrst til suðurs en beygir síðan til vesturs við suðaustur horn Ingólfsfjalls.
Móts við Laugardæli þrengist áin og skammt ofan við Ölfusárbrú rennur megnið af henni í djúpri gjá í miklum straumköstum undir brúna og mætir þar þverhníptu bergi neðan við Selfosskirkju, þar beygir síðan áin fyrst í norður og síðan aftur í vestur.

Norðan við Selfoss bæina hefur áin breytt úr sér aftur og verður lygnari. Hér rennur áin meðfram vestur kanti hins mikla Þjórsárhrauns í vesturátt og til sjávar skammt austan Eyrarbakka. Skömmu áður en áin rennur í sjó fram breikkar hún mikið og myndast þar all mikið lón. Óseyrartangi lokar þessu lón vestan megin en ósinn sjálfur er frekar mjór og afmarkast af Óseyratanga í vestri og Óseyrarnesi í austri.

Meðalrennsli Ölfusár við Selfoss er 373 m3 / sek.
Um Ölfusá gengur mikill fjöldi laxa á leið sinni á sína heima á. Stór hluti gengur í Sogið og eins er Hvítár stofninn stór en til hans teljast allir þeir fiskar sem eiga sín heimkynni í þeim fjölmörg þverám sem í Hvítá renna.

x

Check Also

Sog – Alviðra

Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd ...