Heim / Hálendisveiði / Ólafsvatn – Arnarvatnsheiði

Ólafsvatn – Arnarvatnsheiði

Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Ólafsvatn er á Arnarvatnsheiði en Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði, og þekja gríðarstórt landsvæði á hálendinu. Heiðarnar búa yfir mikilli gróðursæld, eru góð beitilönd, og fuglalíf er þar mikið.

Þarna eru gríðarlegur fjöldi vatna, ár og lækjarsprænur, og eru vötnin svo mörg að hægt er að segja þau vera óteljandi, líkt og stjörnurnar á himnum. Í flestum vötnunum, ám og lækjum er nokkuð mikil og góð fisksæld, en í sumum meiri en öðrum, eins og gengur og gerist.

Ólafsvatn er aðeins norðan við Arfavötnin, og þá Arfavatn efra, en þetta er fremur lítið 0,10 km2 vatn sem liggur í um 470 metrum yfir sjávarmáli.
Það er fremur grunnt og í því er ekki mikil veiði, og hefur farið minnkandi ár hvert samhliða lækkandi vatnsstöðu.

Úr Ólafsvatni rennur lítill lækur, sem ber nafnið Ólafsvatnslækur, í Arfavatn efra.

Ólafsvatn tilheyrir því vatnakerfi sem fellur í Norðlingafljót og eiga upptök sín hér í Ólafsvatni og hinsvegar í Leggjabrjótstjörnum.

Upphafsmynd fengin af vefnum www.arnarvatnsheidi.is

Ólafsvatn – veðrið á svæðinu

x

Check Also

Veiðitjörn Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og ...