Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi / Ljósavatn í S-Þingeyjasýslu
  • Ljósavatn í S-Þingeyjasýslu

    Skemmtilegt og fallegt veiðivatn í alfaraleið

Ljósavatn í S-Þingeyjasýslu

Ljósavatn er í Ljósavatnsskarði, Suður-Þingeyjarsýslu, rétt austan við Akureyri, er í 105 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 3,2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 35m og er meðaldýpi um 10 m. Ljósavatn er mjög vinsælt meðal veiðimanna og mjög hentugt fyrir fjölskyldur. Þjóðvegur 1 liggur meðfram vatninu. Í Ljósavatn falla margir lækir og má þar nefna Geitá og Litlutjarnalæk, en úr vatninu fellur Djúpá. Til að komast í Ljósavatn er ekið er í gegnum Akureyri í átt til Húsavíkur. Vatnið er í um 40 km fjarlægð frá Akureyri og um 430 km frá Reykjavík sé ekið um…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Almenn ánægja

Mjög gott

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Ljósavatn er í Ljósavatnsskarði, Suður-Þingeyjarsýslu, rétt austan við Akureyri, er í 105 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 3,2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 35m og er meðaldýpi um 10 m. Ljósavatn er mjög vinsælt meðal veiðimanna og mjög hentugt fyrir fjölskyldur.
Þjóðvegur 1 liggur meðfram vatninu. Í Ljósavatn falla margir lækir og má þar nefna Geitá og Litlutjarnalæk, en úr vatninu fellur Djúpá.

Til að komast í Ljósavatn er ekið er í gegnum Akureyri í átt til Húsavíkur.
Vatnið er í um 40 km fjarlægð frá Akureyri og um 430 km frá Reykjavík sé ekið um Hvalfjarðargöng.

Heimilt er að veiða í öllu vatninu en í því fæst einkum bleikja sem er yfirleitt 0,5 – 1,5 pund en einnig er töluvert af urriða í vatninu og getur hann orðið vænn.

Veiðitími í vatninu er frjáls allt tímabilið sem nær frá 20. maí til 30. september ár hvert.
Jafnan veiðist best á vorin, frá maí og fram í miðjan júlí, og heimilt er að veiða með flugu, maðk, og spón.

Ekki er heimilt að tjalda við vatnið nema í samráði við landeigendur. Engin hreinlætisaðstaða er á svæðinu.
Korthöfum Veiðikortsins er skylt að skrá sig hjá veiðiverði og fá afhenta veiðiskýrslu sem þarf að skila við lok veiði. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið. Óheimilt er að aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.
Veiðivörður/umsjónarmenn á staðnum: Sigurður Birgisson og Hulda Svanbergsdóttir, Krossi GSM: 894-9574 og 868-1975. Helgi Ingason, Vatnsenda GSM: 692-8125 og 464-3249.

Ljósavatn – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...