Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Laxá og Brúará í Fljótshverfi

Laxá og Brúará í Fljótshverfi

Laxá er staðsett í Fljótshverfi í Skaftárhreppi, í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 27 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.
Brúará er svo staðsett í margbreytilegu umhverfi í Hörglandshreppi, og liggur til jarðanna Kálfafellskots og Maríubakka.
Þessar tvær ár renna svo báðar í Djúpá.

Laxá og Brúará er mjög gott sjóbirtingssvæði í fallegu umhverfi með marga og fjölbreytta veiðistaði. Þarna veiðist einnig stöku lax og bleikja

Eingöngu er þetta haustveiði og nær tímabilið einungis frá 1. ágúst til 10. október, en þó með undanþágu með veiðar til 20. október.
Veitt er á tvær stangir í Laxá og Brúará allt tímabilið og er leyfilegt að egna fyrir fiskinum með maðki, flugu, og spón fram til 10. október. Eftir það má eingöngu veiða með flugu og öllum fiski skal sleppt.

Ekkert veiðihús fylgir seldum veiðileyfum.

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...