Laxá á Skógarströnd rennur frá Götuvötnum á Rauðamelsheiði um 10km leið til sjávar í Árnhúsavog.
Laxgengur hluti árinnar er hinsvegar einungis um 2 km. Blankur og Blængur eru þverár Laxár á laxgengum 2km kafla árinnar, og inn í þessar þverár gengur einnig lax.
Engin veiðileyfi eru seld í ánna, en landeigendur sjálfir ráðstafa veiðinni sem hefur verið að meðaltali um 130 fiskar á ári, en hefur þó sveiflast frá mjög lítilli veiði og upp í um 280 fiska.
Þessi á er gríðalega viðkvæm fyrir þurrkum og á það til að þorna alveg upp á mestu þurrkasumrum.
Veiðihús er við ánna, en þeir sem hafa áhuga á að kanna með leyfi er bent á að tala við landeigendur.
Bóndinn að Emmubergi er annar landeigenda og er með síma 438 1029.
Bóndinn að Emmubergi er annar landeigenda og er með síma 438 1029.
Laxá á Skógarströnd – skemmtilegar myndir: