Langá á Mýrum er lindá, sem rennur úr Langavatni í Langavatnsdal. Skammt fyrir neðan brúna á þjóðveginum er í ánni Sjávarfoss, þangað sem gætir sjávarfalla og nokkru ofar fossinn Skuggi. Í minni Grenjadals er mikill laxastigi við Sveðjufoss og annar hjá fossinum Skugga og nokkru neðar við brúna er Langárfoss, þekktur laxveiðistaður. Urriðaá fellur í Langá á leirum við ósinn og um 5 km frá upptökum rennur úr Langá Gljúfurá, sem síðan rennur í Norðurá, skammt frá ármótum hennar við Hvítá.
Langá á Mýrum er ein af bestu laxveiðiám landsins og á sér fjölmarga aðdáendur. Hún er fjölbreytt veiðiá með um eitt hundrað skráða veiðistaði.
Veiðin í Langá sumarið 2013 var frábær, 2.815 laxar komu á land, sem er önnur besta veiðin í Langá, og árið 2015 komu 2.616 laxar á land.
Horfur fyrir næsta ár eru góðar en mælingar vísindamanna á seiðabúskap Langár sýna að lífríki árinnar er í blóma. Vonir veiðimanna standa því til að veiðin í Langá verði áfram góð en mesta veiðin í Langá var sumarið 2008 þegar veiddust 2.970 laxar í ánni.
Veitt er á 8-12 stangir í ánni en sumarið 2014 verður boðið upp á þá nýjung að hægt verður að kaupa 4 stangir sem veiða saman á svæði með möguleika á að borða kvöldverð saman í notalegum matsal í nýrri viðbyggingu Langárbyrgis sem tekin var í notkun sumarið 2013.
Smærri hópar geta því notið sín og verið út af fyrir sig þó svo að fleiri séu að veiðum á sama tíma en nýi salurinn rúma allt að átta veiðimenn.
Langá hefur líklega forðum haft afrennsli niður Hraundal áður en þar varð eldgos í Rauðukúlum (291 m) sem stíflaði afrennsli niður í dalinn. Ofan hraunsins myndaðist Sandvatn og Langá fékk afrennsli suðaustur úr Hraundal og út í Borgarfjörð fyrir vestan Borgarnes.
Síðustu sjö daga tímabilsins verður boðið upp á staka daga í Langá án fæðis- og gistingar. Veiðimenn hafa aðgang að vöðlu- og laxageymslu en veiðihúsið verður lokað. Aðeins verður veitt á 8 stangir og því mjög rúmt um veiðimenn. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast töfrum Langár í mögnuðum umhverfi á Mýrunum.
Veitt er á 8 – 12 stangir á dag og er daglegur veiðitími frá morgni til kvölds, kl. 7-13 og 16-22.
Eftir 16. ágúst er veitt á seinni vaktinni frá kl. 15-21.
Á stökum dögum í september er veitt frá 8-20 án hlés.
LEIÐARLÝSING AÐ VEIÐIHÚSI: Eftir að keyrt hefur verið í gegnum Borgarnes er beygt á hringtorginu inn Snæfellsnesveg (nr. 54). Áður en keyrt er yfir Langánna þá er beygt til hægri inn veg 536 í átt að Jarðlangsstöðum og sem leið liggur í gegnum nokkuð þétta sumarbústaðarbyggð. Þegar komið er að Jarðlangsstöðum sem eru þá á hægri hönd ætti Langárbyrgi að standa í öllu sínu veldi vinstra megin við veginn.
Vinsælar flugur í Langá á Mýrum