Jökla I og Fögruhlíðará er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum og á upptök sín inni á öræfum.
Samtals er svæðið um 40 km langt og því verður afar rúmt um veiðimenn og miklir möguleikar á því að kanna ótroðnar slóðir.
Jökla I og Fögruhlíðará er 6 – 8 stanga svæði sem spannar um 40 km veiðisvæði í afar fögru umhverfi.
Um er að ræða Fögruhlíðará ofan þjóðvegar ásamt Jöklu við Hvanná niður til ósa en til svæðisins teljast í leiðinni einnig Kaldá, Laxá og Fossá sem renna í Jöklu úr norðri . Þetta er gríðarlega mikið og fjölbreytt svæði þar sem veitt er í miklu vatni í Jöklu og allt niður í litlar og nettar ár eins og Laxá sem er mjög skemmtileg fyrir litlar einhendur ásamt Fögruhlíðará.
Jökla I og Fögruhlíðará er fyrst og fremst laxveiðisvæði en þó er nokkuð góð silungsveiði þarna á öllum stöðum.
Þó er góð aðkoma að mörgum veiðistöðum og ekki þörf á að ganga langar vegalengdir víðast hvar.
Eingöngu er leyfð fluguveiði í júlí og til síðla ágúst enda hentar svæðið ákaflega vel til þess. Eftir það má veiða á maðk og spón.
Skylt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri og og hirða má tvo laxa á dag á stöng undir þeim mörkum og sleppa öðrum. Að auki er æskilegt að sleppa öllum löxum sem veiðast við Steinbogann og ofar í Jökuldal, enda eru vannýtt uppeldissvæði að finna þar uppfrá þar sem æskilegt er að leyfa laxinum að hrygna sem mest.
Umsjónarmaður veiðihúss og veiðivörður er Guðmundur Ólason í síma 471 – 1019 og 660 – 6893
Ekið er um þjóðveg 1 sem leið liggur vestur til Akureyrar. Þegar komið er yfir brúna yfir Jöklu er beygt til hægri inn á þjóðveg 917. Rétt áður en farið er yfir brúna á Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktur Másselog blasir þar glæsilegt veiðihús okkar við.
Frá Akureyri: Ekið er um þjóðveg 1 í átt til Egilsstaða. Vestan megin við brúna yfir Jöklu rétt áður en komið er að er beygt til vinstri inn á þjóðveg 917.
Rétt áður en farið er yfir brúna á Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktan Mássel og blasir þar glæsilegt veiðihús okkar við.
Jökla I og Fögruhlíðará – Vinsælar flugur: