Heim / Silungsveiði / Silungur á Suðvesturlandi / Hvalvatn í Strandarhreppi

Hvalvatn í Strandarhreppi

Hvalvatn í Strandarhreppi er mjög djúpt stöðuvatn, og í raun annað dýpsta vatn Íslands, 4, 1 km² að flatarmáli.

180 m djúpt þar sem dýpst er, og liggur í 378 m yfir sjávarmáli.

Vatnið er í Strandahreppi í Borgarfjarðarsýslu og er í stórbrotnu og fallegu umhverfi, en þarna eru Botnssúlur til suðurs, og Hvalfell til vesturs.

Hægt er að komast í námunda við vatnið frá Uxahryggjavegi nr. 52., en frá Þingvöllum til Hvalvatns eru um 25km.

Botnsá rennur úr Hvalvatni til sjávar í Hvalfirði.

Það eru 2 tegundir af bleikju í vatninu, og getur önnur þeirra orðið gríðarstór. Heyrst hefur af fiskum allt að 12 pund að stærð.

Heyrst hefur af bæði spikfeitum kuðungableikjum, og grindhoruðum, ljótum bleikjum, eftir því hvar í vatninu er veitt.

Ekki er vitað til þess að veiði sé almennt leyfð í Hvalvatni, eða hver getur gefið leyfi til veiða.

x

Check Also

Voli – veiði nærri Selfossi

Voli er í nágrenni Selfoss og tekur einungis um 10 mín að keyra í Vola frá Selfossi til austurs. Svæðið er mjög stórt, eða með ...