Hrolleifsdalsá

Hrolleifsdalsá er í Hrolleifsdal sem liggur til suðausturs inn í Tröllaskagafjallgarðinn upp frá Sléttuhlíð við austanverðan Skagafjörð. Dalurinn er sagður kenndur við Hrolleif landnámsmann.

Áin fellur í Skagafjörð austanverðan í um 18 km fjarlægð frá Hofsóss, og rétt fyrir sunnan kirkjustaðinn Fell í Sléttuhlíð.

Þessi á er afar skemmtileg með sjóbleikju, urriða og laxavon.

Þarna er veitt með 3 stöngum út tímabilið sem nær frá 20. júní til 20. september, og leyfilegt er að nota flugu, spón, maðk og devon frá ósi og að brúnni á Siglufjarðarvegi. Þar fyrir ofan er spónn ekki leyfður.

Hið ágætasta veiðihús fylgir seldum veiðileyfum.

x

Check Also

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 ...