Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vestfjörðum / Hrófbergsvatn & Fitjavatn
  • Hrófbergsvatn & Fitjavatn

    Skemmtileg bleikjuvötn á vestfjörðum

  • Hrófbergsvatn & Fitjavatn

    Skemmtileg bleikjuvötn á vestfjörðum

  • Hrófbergsvatn & Fitjavatn

    Skemmtileg bleikjuvötn á vestfjörðum

  • Hrófbergsvatn & Fitjavatn

    Skemmtileg bleikjuvötn á vestfjörðum

Hrófbergsvatn & Fitjavatn

Hrófbergsvatn - Veiðistaðavefurinn

Hrófbergsvatn er í Hrófbergshreppi í Strandasýslu í tæplega 290 km fjarlægð frá Reykjavík og um 10 km fjarlægð frá Hólmavík.
Þetta er ákaflega djúpt vatn, um 0.30 km² að flatarmáli og liggur í 161 m yfir sjávarmáli. Hægt er að komast að vatninu um jeppaslóða frá þjóðvegi 61 sem liggur um Steingrímsfjörð.

Fitjavatn er við hlið Hrófbergsvatn, en þetta er lítið og grunnt 0,1 km² vatn sem er tengt Hrófbergsvatni í gegnum læk.

Í þessum vötnum er nokkuð mikið af allvænnri bleikju sem er yfirleitt um 1 ~ 3 pund að stærð.
Leyfilegt er að veiða á flugu, maðk, og spón út tímabilið, en þarna er veitt frá því ísa leysir og fram á haust.
Ekki er vitað til að takmörkun sé á stangarfjölda.

Veiðiréttur í þessum vötnum tilheyrir nokkrum jörðum og best að kanna með veiðileyfi á bæjum hjá vatninu

Myndir fengnar með leyfi frá JH – holmavik.123.is

Hrófbergsvatn – skemmtilegar myndir

x

Check Also

Selá í Steingrímsfirði

Selá í Steingrímsfirði er í Strandasýslu á mörkum Hrófbergshrepps og Kaldrananesshrepps í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 15 km fjarlægð ...