Hróarslækur er fiskgengur um 7 km vegalengd, fellur í Ytri Rangá rétt neðan Ægisíðufoss og er með um 22 merkta veiðistaði. Þar sem Hróarslækur er lindá er gott vatn í ánni allt tímabilið þó svo þurrkatíð sé á svæðinu.
Veitt er á 4 stangir í Hróarslæk út tímabilið sem nær frá 1. júlí til 20. október.
Leyfilegt er að veiða á flugu, maðk, og spón í læknum, með þeirri undantekningu að eingöngu er leyfilegt að veiða með flugu við ósa Ytri Rangár.
Veiðin í Hróarslæk hefur verið á bilinu 100 – 400 laxar á ári, en í gegnum tíðina hefur verið þarna einnig verið nokkur silungsveiði, bæði bleikja, urriði og sjóbirtingur. Lækurinn er samt flokkaður sem laxveiðiá, enda töluvert af gönguseiðum sem er sleppt í lækinn á hverju ári.
Hróarslækur – vinsælar flugur