Umsögn Veiðistaðavefsins
Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Möguleiki á afla
Mjög gott
Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.
Þetta er hið skemmtilegasta veiðivatn og er um 4,4 km² að flatarmáli og hefur verið mælt dýpst um 21 m þó meðaldýpið sé mun minna, eða um 4.5 m. Hæð yfir sjávarmáli er um 78 m.
Hraunholtsá rennur úr Hlíðarvatni í Oddastaðavatn sem er strax við hliðina á Hlíðarvatni.
Djúpadalsá rennur í vatnið suðaustan megin og Fossá norðaustan megin.
Í vatninu er bæði urriði og bleikja, og hefur verið talað um að 3 bleikjustofnar séu í vatninu.
Veiði getur oft á tíðum verið allgóð, og stærð fiska er allt frá litlum 500gr bleikjum upp í 3 ~ 4 punda urriða og ránbleikju.
Ekki eru takmarkaðar stangir í Híðarvatn út tímabilið sem nær frá júní og til loka ágúst, og ekki hafa verið settar hömlur á leyfilegt agn.
Ágætlega veiðist bæði á flugu og maðk. Spúnn gefur einnig ágætlega, en þó bera að geta að nokkuð getur verið um festur í kringum hraunið sem er vestan megin í vatninu.
Veiðikort í hliðarstiku fengið frá Friðriki Kristjánssyni – fos.is
Hlíðarvatn í Hnappadal – vinsælar flugur: