• Hítarvatn á Mýrum

    Fjölskylduveiði í fallegu umhverfi

  • Hítarvatn á Mýrum

    Fjölskylduveiði í fallegu umhverfi

  • Hítarvatn á Mýrum

    Fjölskylduveiði í fallegu umhverfi

  • Hítarvatn á Mýrum

    Fjölskylduveiði í fallegu umhverfi

Hítarvatn á Mýrum

Hítarvatn á Mýrum - Veiðistaðavefurinn

Hítarvatn er tilvalið fyrir fjölskyldur til að eyða góðri stund saman við veiðar og útivist. Mikil náttúrufegurð er við vatnið en vekja ber athygli á að mikið er af mýflugum við vatnið. Veiðisvæðið spannar allt Hítarvatn en mjög góð…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Möguleiki á afla

Mjög gott

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

.

Hítarvatn á Mýrum í Borgarbyggð er 7,6 km2 að stærð og stendur í 147 m. yfir sjávarmáli. Úr Hítarvatni rennur ein þekktari laxveiðiá landsins, Hítará.
Hítarvatn er í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík ef ekið er um Borgarnes.

Fólksbílafært er inn að vatninu. Við vatnið er ágætt tjaldsvæði og hrænlætisaðstaða með rennandi vatni. Kaupa má gitingu í gangnamannahúsi.

Hítarvatn er tilvalið fyrir fjölskyldur til að eyða góðri stund saman við veiðar og útivist. Mikil náttúrufegurð er við vatnið en vekja ber athygli á að mikið er af mýflugum við vatnið.

Veiðisvæðið spannar allt Hítarvatn en mjög góð silungsveiði er í vatninu, bæði urriði og bleikja og eru dæmi þess, að veiðimenn komi heim með yfir hundrað fiska eftir helgardvöl við Hítarvatn. Góð veiði er jafnan þar, sem lækir renna í vatnið, undir hrauni sem og inn í botni vatnsins.

Daglegur veiðitími er frá morgni til kvölds út tímabilið sem nær frá síðustu helgi í maí til 1. september.
Heimilt er að nota flugu, maðk og spón sem agn, en athuga ber að öll veiði af bát er stranglega bönnuð. Nokkuð jöfn veiðivon er yfir veiðitímabilið.

Ef keypt er veiðileyfi geta veiðimenn tjaldað endurgjaldslaust við vatnið. Einnig er þar að finna gott gangnamannahús, þar sem kaupa má gistingu. Hreinlætisaðstaða er við vatnið.
Kaupa þarf veiðileyfi áður en haldið er til veiða í Hítarvatni. Veiðimaður þarf að sýna afrit af veiðileyfinu þegar haldið er til veiða. Hvort sem það er útprentað eða í snjalltæki.

Hítarvatn – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Flóðatangi

Flóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar. Þetta er mjög aðgengilegt og fallegt tveggja stanga svæði og veiðist þar nokkuð af ...