Hítará er glæsileg veiðiá á Mýrum í um 25 km. fjarlægð frá Borgarnesi. Áin er í glæsilegu umhverfi sem hefur fallið í góðan jarðveg hjá veiðimönnum.
Hítará hefur verið ein vinsælasta laxveiðiá landsins og hafa veiðileyfi selst upp ár eftir ár, enda hefur veiðin verið einstaklega góð og áin hentug fyrir samhenta vinahópa og fjölskyldur.
Einstakt veiðihús á árbakkanum fylgja keyptum veiðileyfum. Fjölbreytileiki veiðistaða er mikill og staðsetning veiðihúss Jóhannesar á Borg, í ævintýralegu umhverfi kletta og veiðihylja, þar sem heyra má fossniðinn frá Brúarfossi, er einstök. Aðgengi að veiðistöðum gott og stutt að fara í alla helstu staðina.
Veitt er með 4 til 6 stöngum í Hítará I eftir tímabili.
Veiði hefst 18. júní og líkur 20. september.