Hafravatn

Hafravatn - Veiðistaðavefurinn

Hafravatn er 1,02 km² stöðuvatn í 76 m hæð yfir sjó innan marka Mosfellsbæjar, um 14 km frá Reykjavík, skammt sunnan Reykja og austan megin við Úlfarsfell. Mesta dýpi þess er 28 m. Seljadalsá rennur í það að austan en Úlfarsfellsá úr því til vesturs. Við vatnið eru rústir gamallar fjárréttar, sem voru notaðar fram á 8. áratuginn, og fjöldi sumarbústaða.

Mikið er af smárri bleikju í vatninu og reitingur af urriða, sem er snöggtum vænni. Lax kemst og í vatnið um Korpu, en það veiðast ekki margir slíkir fiskar í vatninu þó mörgum þyki gaman að eiga vonina.

Öllum er heimilt að veiða í vatninu án endurgjalds, en þó er ekki leyfilegt að veiða við útfall í Úlfarsá/Korpu.
Hafravatn er 1,02 km² stöðuvatn í 76 m hæð yfir sjó innan marka Mosfellsbæjar, um 14 km frá Reykjavík, skammt sunnan Reykja og austan megin við Úlfarsfell. Mesta dýpi þess er 28 m. Seljadalsá rennur í það að austan en Úlfarsfellsá úr því til vesturs. Við vatnið eru rústir gamallar fjárréttar, sem voru notaðar fram á 8. áratuginn, og fjöldi sumarbústaða. Mikið er af smárri bleikju í vatninu og reitingur af urriða, sem er snöggtum vænni. Lax kemst og í vatnið um Korpu, en það veiðast ekki margir slíkir fiskar í vatninu þó mörgum þyki gaman að eiga vonina. [box…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Almenn ánægja

Ágætt

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Hafravatn – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Voli – veiði nærri Selfossi

Voli er í nágrenni Selfoss og tekur einungis um 10 mín að keyra í Vola frá Selfossi til austurs. Svæðið er mjög stórt, eða með ...