Áin rennur um stórbrotið umhverfi Rauðhálsahrauns og Eldborgarhrauns á leið til sjávar.
Mikið er af góðum veiðistöðum í ánni og má þar helst nefna Kvörnina, Grettir, Sauðhyl, Urðina, og Nesenda.
Þessi er að nokkuð sérstök að því leitinu til að hún er að öllu sjálfbær og engum seiðum er sleppt í hana.
Eingöngu er leyfð fluguveiði í Haffjarðará og er veiði leyfð á 6 stangir á dag út tímabilið sem nær frá 19. júní til 8. september ár hvert.
Veiðin hefur nokkuð sveiflast í ánni í gegnum tíðina eins og gengur og gerist og hefur farið úr tæplega 500 löxum og upp í rúmlega 2000 laxa yfir árið í seinni tíð. Árið 2015 gaf 1660 laxa.
Mikið er um fasta erlenda veiðimenn sem koma ár eftir ár í Haffjarðaránna.
Myndir fengnar að láni frá ýmsum stöðum
Haffjarðará – veðrið á svæðinu