Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Suðurlandi / Grenlækur 4 – Flóðið

Grenlækur 4 – Flóðið

Grenlækur svæði 4 - Fitjárflóð í Landbroti er fornfræg sjóbirtingsslóð í fögru umhverfi og með stórkostlegri fjallasýn. Beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna vestan við Kirkjubæjarklaustur. Eknir eru síðan um 13 km eftir þjóðvegi nr. 204, en þá er beygt til vinstri að Fossum og Arnardranga. Rétt áður en komið er að Arnardranga er tekinn afleggjari um girðingarhlið til hægri eftir vegarslóð sem liggur meðfram túninu í hraunlendi, niður brekku af hrauninu niður á sléttuna og yfir lækjarsprænu og síðan út á sandinn. Athuga ber að slóðar á söndunum geta verið mjög…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Merkingar á veiðistöðum
Aðkoma að veiðistöðum
Almenn ánægja

Ágætt

Umsögn : Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf höfundar. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat höfundar.

Grenlækur svæði 4 – Fitjárflóð í Landbroti er fornfræg sjóbirtingsslóð í fögru umhverfi og með stórkostlegri fjallasýn.

Beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna vestan við Kirkjubæjarklaustur.
Eknir eru síðan um 13 km eftir þjóðvegi nr. 204, en þá er beygt til vinstri að Fossum og Arnardranga. Rétt áður en komið er að Arnardranga er tekinn afleggjari um girðingarhlið til hægri eftir vegarslóð sem liggur meðfram túninu í hraunlendi, niður brekku af hrauninu niður á sléttuna og yfir lækjarsprænu og síðan út á sandinn.

Athuga ber að slóðar á söndunum geta verið mjög torfærir og í raun einungis færir fjórhóladrifnum jeppum.

Veiðin á svæðinu, svæði 4 sem nefnist Fitjaflóð, hefur verið upp og ofan seinustu ár.
Mjög gott skot kom þó í veiðina seint síðasta haust og veiðin nú í fyrstu hollum vorsins 2008 hefir verið betri en undanfarin ár og fiskur vænn.
Eftir því sem tölur frá Veiðimálastofnun sýna, hafa göngur í gegnum teljara aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Veitt er á 4 stangir í Grenlæk 4 og er sala veiðileyfa í gegnum 3 aðila sem skipta á milli sín tímabilinu.
Veiðihús fylgir sumum leyfanna.

x

Check Also

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir ...