Geldingatjörn er lítið 0.6km² vatn í Mosfellsdal í um 25km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er í um 220 m. yfir sjávarmáli.
Vatnið var fisklaust þar til 1950, en þá tóku landareigendur sig til og byggðu stíflu, sem gerði það að verkum að lífskilyrði urðu með besta móti. Árið 1995 brast stíflan og mest allur fiskur dó í vatninu.
Árið 2000 var stíflan endurbyggð, og urriði úr Þingvallavatni settur í vatnið til ræktunnar. Þessi urriði er í dag orðinn sjálfbær.
Talsvert er að vænum 3punda urriða í vatninu, en þó hafa veiðst stærri fiskar, allt að 16p í Geldingatjörn.
Fish Partner selur veiðileyfi í vatnið. Hægt er að kaupa veiðileyfi hér.