Veiðistaðavefurinn er gerður til að safna saman því efni sem nú þegar er til á Internetinu inn á einn stað og búa þannig til einn miðlægan stað fyrir veiðimenn og konur til að finna það efni sem leitað er að.
Allar staðarlýsingar eru skrifaðar af aðstandendum Veiðistaðavefsins og er staðist við heimildir sem fengnar eru úr ýmsum áttum.
Myndefni er ekki eign Veiðistaðavefsins nema þar sem þess er getið og getur réttmætur eigandi myndefnis óskað eftir að efni sé fjarlægt af vefnum. Þetta á þó ekki við í þeim tilfellum þar sem eigandi myndefnis hefur fyrirfram gefið leyfi til notkunnar, t.d. með semþyggi skilmála í leikjum og keppnum sem haldið er af Veiðistaðavefnum þar sem við á.
Með veiðitölur er stuðst við opinberar tölur frá Veiðimálastofnun.
Við höfum reynt eftir fremsta megni að hafa allar upplýsingar eins réttar og hægt er, en ef einhverstaðar er um að ræða staðreyndavillur biðjumst við velvirðingar á því og óskum eftir að heyra frá ykkur.
Veiðistaðavefurinn hefur það eina markmið að búa til einn sameiginlegan og faglegan vettvang fyrir veiði á Íslandi. Samvinna allra, og ekki sýst aðstandenda veiðistaða á Íslandi, er gríðarlega áríðandi svo slíkur vettvangur verði eins og best verður á kosið.
Við viljum því endilega heyra frá ykkur ef það er eitthvað sem ykkur finnst að betur mætti fara.