Flekkudalsá, eða Flekkan eins og hún er oft kölluð, er þriggja stanga laxveiðiá á sunnanverðri Fellsströnd við Hvammasjörð í Dalasýslu í um 202 km fjarlægð frá Reykjavík og um 39 km fjarlægð frá Búðardal.
Þetta er 20 km löng dragá sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði, og fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæjinn Ytra Fell á Fellsströnd, eftir að hafa runnið frá upptökum sínum í gegnum strórbrotið umhverfi í Flekkudal, umvafið náttúrufegurð, enda Flekkudalur skógi vaxinn. Margir vilja segja Flekkuna vera fallegustu laxveiðiá Dalasýslu.
Flekkudalsá er snemmsumars laxveiðiá þar sem uppistaðan er smálax, þó vissulega komi stórlaxar á land einnig.
Meðalveiði í Flekkunni á árunum 2000 til 2013 var tæplega 210 laxar, þar sem mest var um veiði árið 2010, eða 301 lax, og minnst ári síðar, eða 107 laxar.
Silungur veiðist einnig í ánni í einhverju magni.
Veitt er með 3 stöngum út tímabilið sem er stutt, einungis frá 3. júlí til 12. september ár hvert, og nær vatnasvæðið yfir Flekkudalsá, Kjarlaksstaðaá, og Tunguá.
Upphafsmynd: Jeff Currier
Flekkudalsá – veðrið á staðnum: