Dunká er á Skógarströnd í Dalasýslu í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún á upptök sín í fjöllunum þarf fyrir ofan og fellur til sjávar á innanverðri Skógarströnd eftir að hafa fallið um 11 km vegalengdí gegnum hið einstaklega glæsilega umhverfi Dunkár með kjarri vöxnum hlíðum og ægifögru útsýni yfir Breiðafjörðinn.
Áin er fiskgeng um 4.5 km vegalengd, eða allt að Hestfossi, og eru merktir veiðistaðir tæplega 40, og veiðisvæðið nær einmitt 50 frá ós og allt að Hestfossi.
Dunká rennur að hluta um falleg gljúfur og getur reynt á líkamlega burði að komast að veiðistöðum þar.
Einnig ber að hafa í huga að til að komast að veiðistöðum í efri hluta árinnar er nauðsynlegt að notast við vel útbúna fjórhjóladrifsbíla.
Meðalveiði í Dunká frá 2000 til 2013 er um 120 laxar á ári.
Upphafsmynd: Þór Gunnarsson
Dunká – góðar flugur: