Heim / Sjóbirtingsveiði

Sjóbirtingsveiði

Álftavatn – Sogið

Álftavatn er í Soginu, en Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd er í ánni, en hún minnkaði þó til muna þegar Ljósafossstöð, fyrsta af þremur virkjunum árinnar, var byggð. Hinar virkjanirnar eru Steingrímsstöð og Írafossstöð. Sogið mætir Hvítá og myndar Ölfusá ...

Lesa meira »

Laxá og Brúará í Fljótshverfi

Laxá er staðsett í Fljótshverfi í Skaftárhreppi, í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 27 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Brúará er svo staðsett í margbreytilegu umhverfi í Hörglandshreppi, og liggur til jarðanna Kálfafellskots og Maríubakka. Þessar tvær ár renna svo báðar í Djúpá. Laxá og Brúará er mjög gott sjóbirtingssvæði í fallegu umhverfi með marga og fjölbreytta veiðistaði. ...

Lesa meira »

Hæðargarðsvatn

Hæðargarðsvatn er lítið og fallegt vatn rétt við Kirkjubæjarklaustur og liggur vegurinn niður á Meðalland/Landbrot við hliðina á því. Vatnið er um 0.16km2 að stærð og ekki er sjánlegt rennsi í vatnið né úr. Vatnið endurnýjast hinsvegar með neðanjarðarlækjum sem eru í hrauninu um kring um vatnð. Það er mikill fiskur í þessu vatni og er töluvert af rígvænum urriðum ...

Lesa meira »

Fossálar, Skaftárhreppi

Fossálar eru í Skaftárhreppi í V-Skaftafellssýslu í um 290 km fjarlægð frá Reykjavík og 15 km austan Kirkjubæjarklausturs. Fossálar er nokkuð vatnsmikil á sem á upptök sín sunnan undir Miklafelli á Austur-Síðuafrétti í um 600 metrum yfir sjávarmáli og fellur til Skaftár austast á Síðunni. Veiðisvæðið nær frá landamærum gegnt Orrustuhól, rétt ofan gömlu þjóðvegarbrúarinnar og til merkja á Brunasandi ...

Lesa meira »

Varmá – Þorleifslækur

Varmá er í Hveragerði, um hálftíma akstur frá Reykjavík, rennur um Hveragerði og eftir að hún hefur sameinast Sandá nefnist hún Þorleifslækur sem rennur í Ölfusá, um 6 km frá sjó. Vatnasvæði Varmár er um margt sérstakt en þar má finna allar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska en sjóbirtingurinn er þó alls ráðandi á svæðinu. Sumarið 2015 var frábært veiðisumar í Varmá. ...

Lesa meira »

Jónskvísl & Sýrlækur

Jónskvísl er afskaplega falleg lítil á í um 285 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 12 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna og er um 10 mínútna keyrsla þar sem keyrt er yfir árnar Grenlæk, Sýrlæk og Jónskvísl áður en beygt er til vinstri að heimreiðinni að Fossum ...

Lesa meira »

Grenlækur 4 – Flóðið

Grenlækur svæði 4 – Fitjárflóð í Landbroti er fornfræg sjóbirtingsslóð í fögru umhverfi og með stórkostlegri fjallasýn. Beygt til hægri af þjóðvegi nr. 1 rétt áður en farið er yfir Skaftárbrúna vestan við Kirkjubæjarklaustur. Eknir eru síðan um 13 km eftir þjóðvegi nr. 204, en þá er beygt til vinstri að Fossum og Arnardranga. Rétt áður en komið er að ...

Lesa meira »

Grímsá sjóbirtingsveiði

Grímsá sjóbirtingsveiði - Veiðistaðavefurinn

Grímsá sjóbirtingsveiði er snemma vors í Grímsá í Lundareykjadal, um 70 km vestur af Reykjavík. Ekinn er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og rétt áður en komið er að Borgarfjarðarbrú er sveigt til hægri inn á þjóðveg númer 50. Er númer 50 ekinn þar til að komið er að vegamótum og er þá tekin vinstri beygja að Hvítárvöllum. Mjög fljótt eftir þessi ...

Lesa meira »

Steinsmýrarvötn

Steinsmýrarvötn eru stutt frá Kirkjubæjarklaustri, um 300 km. frá Reykjavík við bæinn Syðri-Steinsmýri. Þetta er skemmtilegt fjögra stanga veiðisvæði, en þau samanstanda af 2 vötnum og svo lækjum sem renna úr vötnunum, í þau og á milli og eru þessir staðir oft mjög gjöfulir. Steinsmýrarvötn eru staðsett fyrir neðan bæinn Syðri-Steinsmýri og eru í göngufæri frá veiðihúsinu. Í Steinsmýravötnum er ...

Lesa meira »

Eyjafjarðará

Eyjafjarðará - Veiðistaðavefurinn

Eyjafjarðará fellur í Pollinn á Akureyri í botni Eyjafjarðar, í um 390 km fjarlægð frá Reykjavík, eftir að hafa runnið úr botni dalsins, þar sem hún á upptök sín, og norður eftir Eyjafjarðardalnum, alls um rúmlega 60 km vegalengd. Á leið sinni niður úr dalnum eru fjölmargir lækir sem renna úr fjöllunum í kring og sameinast ánni og gera ánna ...

Lesa meira »

Húseyjarkvísl í Skagafirði

Húseyjarkvísl

Húseyjarkvísl er í Skagafirði í um 290 km fjarlægð frá Reykjavík, rétt við Varmahlíð, á upptök sín sunnan við Mælifellshnjúk á hálendinu, og fellur í vestari kvísl Héraðsvatna. Áin hlykkjast í gegnum þetta mikla söguhérað landsins í stórbrotnu umhverfi, og er laxgeng allt að Reykjafossi. Ofan Reykjafossar kallast áin Svartá. Húseyjarkvísl, með sitt 12 km langa silungasvæði, hefur fest sig ...

Lesa meira »

Vatnamótin

Vatnamótin eru í nágrenni Kirkjubæjarklausturs í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu í um 285km fjarlægð frá Reykjavík, en einungis 12 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Veiðisvæðið sjálft er svo einungis 8 km sunnan við þjóðveginn sjálfann. Útsýnið frá Vatnamótum er heldur betur glæsilegt, bæði til fjalla og jökla. Þetta er gríðarlega stórt veiðisvæði og hefur löngum verið rómaður fyrir að vera með þeim ...

Lesa meira »

Staðará í Staðarsveit

Staðará í Staðarsveit er á Snæfellsnesi í um 200km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 85 km fjarlægð frá Borgarnesi. Áin á upptök sín í Hagavatni og fellur til sjávar í Vatnsflóa. Í Hagavatni er ágæt veiði, bæði sjóbleikja, sjóbirtingur, og stöku lax og getur stærð fiska í vatninu orðið nokkuð góð. Það er hinsvegar nokkuð mikill gróður í vatninu ...

Lesa meira »

Heiðarvatn í Mýrdal

Heiðarvatn er í Mýrdal í um 190 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 11 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Þetta vatn hefur um árabil verið eitt af vinsælustu og þekktustu vötnum landsins þar sem hægt er að veiða næstum allar gerðir íslenskra ferskvatnsfiska, þ.e. sjóbirting, urriða, vatnableikju, og stöku lax. Þetta vatn er um 1.9 km2 að flatarmáli ...

Lesa meira »

Tungufljót í Skaftártungu

Tungufljót er 4 stanga silungsveiðiá í Skaftárhreppi, Vestur-Skaftafellssýslu í um 232 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 30 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Þetta er vantsmikil bergvatnsá  sem á upptök sín á hálendinu ofan Skaftártungu, auk ýmissa lækja sem koma frá Bláfjalli. Tungufljót sameinast svo Ása-Eldvatni þegar komið er niður á láglendið. Tungufljótið rennur um mjög fjölbreytt og fallegt landslag ...

Lesa meira »