Jökla III er svæði í Jöklu og er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum og á upptök sín inni á öræfum. Jökla III er nýtt og að mestu ókannað 6 stanga svæði sem nær ofan brúar að Merki ásamt þveránni Hrafnkeilu og eins langt og hægt er að veiða ...
Lesa meira »Silungsveiði á Austurlandi
Hafralónsá
Hafralónsá er í Þistilfirði á norðaustur hluta landsins, í skotspöl frá Þórshöfn, en í um 700 km fjarlægð frá Reykjavík. Þetta er 40 km. löng dragá sem á upptök sín í Heljardalsfjöllum og Stakfelli, Stakfellsvatni, og Hafralóni í um 500 metrum yfir sjávarmáli. Þetta er vatnsmikil og nokkuð köld á, svotil á pari við Sandá að vatnsmagni, með 28 km. ...
Lesa meira »Breiðdalsá silungasvæði
Breiðdalsá silungasvæði er svæði í Breiðdalsá sem er ákaflega falleg laxveiðiá með gjöfult silungasvæði í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 80 km fjarlægð frá Egisstöðum. Áin á upptök sín til fjalla þar sem lækir tínast saman og verður svo til þar sem Tinnudalsá, Suðurdalssá, og Norðurdalsá renna saman, og rennur hún svo til sjávar hjá Breiðdalsvík. ...
Lesa meira »Fögruhlíðarós
Fögruhlíðarós er austast í Jökulsárhlíð og tilheyrir Ketilstöðum í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 60 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Fögruhlíðarós er ákaflega skemmtilegt sjóbleikjusvæði og myndast alltaf sérstök stemming að veiða sjóbleikju á fallaskiptum að nóttu til. Hér veiðist eitthvað af sjóbirtingi, og einnig hefur lax látið á sér kræla undanfarið. Kjörið fyrir smærri hópa sem ...
Lesa meira »Þveit við Hornafjörð
Þveit er í Nesjahreppi í Austur-Skaftafellssýslu. Það er í um 450 km. fjarlægð frá Reykjavík og um 10 km. frá Höfn í Hornafirði. Þveit liggur við þjóðveg 1, þannig að aðgangur er auðveldur. Þveit er 0,91 km2 að flatarmáli, 2 m. hæð yfir sjávarmáli. Myllulækur og Skrápslækur renna í vatnið og Þveitarlækur úr því. Fiskgengt er á milli vatns og ...
Lesa meira »Mjóavatn í Breiðdal
Mjóavatn er í 600 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 75 km frá Egilsstöðum, og er staðsett í Breiðdal við þjóðveg 1, skammt frá Breiðdalsvík. Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif. Stærð Kleifarvatns er tæplega 1 km2. en Mjóavatns um 0,15 km2. Í Mjóavatni má ...
Lesa meira »Kleifarvatn í Breiðdal
Kleifarvatn í Breiðdal er í 600 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 75 km frá Egilsstöðum, og er staðsett í Breiðdal við þjóðveg 1, skammt frá Breiðdalsvík. Vatnasvæðið, sem inniheldur Kleifarvatn og Mjóavatn, er stutt frá þjóðvegi 1 og í námunda við Breiðdalsvík, á móts við eyðibýlið Ytri-Kleif. Kleifarvatn í Breiðdal er tæplega 1 km2 að flatarmáli. en Mjóavatns um ...
Lesa meira »Skriðuvatn í Skriðdal
Skriðuvatn er efst í Skriðdal í S-Múlasýslu, og er um 1,25 km² að stærð, dýpst er það um 10 m, og liggur í 155 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Öxará, Forvaðará og Vatnsdalsá og úr Skriðuvatni fellur Múlaá. Þjóðvegur 1 liggur meðfram Skriðuvatni, sem er í 35 km fjarlægð frá Egilsstöðum, 50 km frá Breiðdalsvík og 50 km ...
Lesa meira »Urriðavatn við Egilsstaði
Urriðavatn er í nágrenni Egilsstaða og er u.þ.b. 1,1 km², dýpst 15 m og í 40 m yfir sjó. Hafralónslækur og Merkilækur renna í Urriðavatn en þaðan er útfall Urriðavatnslækjar. Urriðavatn er í 664 km. fjarlægð frá Reykjavík og 5 km. frá Egilsstöðum. Þjóðvegir 1 og 925 liggja við vatnið. Greiðfært er fyrir alla bíla að vatninu. Það má veiða í ...
Lesa meira »Sænautavatn á Jökuldalsheiði
Sænautavatn er á Jökuldalsheiði, við Sænautasel, og er með stærri vötnum á Jökuldalsheiði. Stærð þessa góða veiðivatns er 2,3 km², mesta dýpt 23 m og það er í 525 m hæð yfir sjó. Sænautavatn liggur frá norðri til suðurs og bærinn Rangalón, sem fór í eyði 1924 er við norðurenda þess. Sænautavatn er um 600 km. frá Reykjavík, 74 km. frá ...
Lesa meira »Haugatjarnir í Skriðdal
Haugatjarnir eru í Skriðdal, í um 35km fjarlægð frá Egilsstöðum, og 650 km frá Reykjavík. Um er að ræða tvær tjarnir, sem eru mjög hentugar fyrir fjölskyldur. Þær eru ekki stórar en mjög aðgengilegar. Haugatjarnir geyma mikið af fiski og því sérstaklega skemmtilegar fyrir ungu kynslóðina. Mikið og gott berjaland er við Haugatjarnir. Tjarnirnar eru við bæinn Hauga sem stendur ...
Lesa meira »Norðfjarðará
Norðfjarðará er rétt við Neskaupsstað í Fjarðarbyggð í um 750 km fjarlægð frá Reykjavík. Upptökin eru undir Fanndalsfelli uppi á hálendinu inn af Norðfirði og eru nokkrar ár sem renna saman við hana á leið til sjávar í botni Norðfjarðar, svo sem Selá sem rennur úr Seldal, en einnig Hengifossá og aðrar minni sprænur. Norðfjarðará er ein af bestu sjóbleikjuám ...
Lesa meira »