Heim / Silungsveiði (page 8)

Silungsveiði

Þingvallavatn ION svæði

Þingvallavatn ION

Þingvallavatn ION er svæði í Þinvallavatni sem er í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100 m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli.  Mesta dýpi er um 114 m.   Vatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum.  Náttúrufegurð og saga ...

Lesa meira »

Fellsendavatn

Fellsendavatn

Fellsendavatn er á hálendinu við hlið Þórisvatns í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík, og í aðeins 19 km fjarlægð frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum. Vatnið er þokkalega stórt, tvískipt, um 1.7 km2 að flatarmáli og liggur í um 530 metrum yfir sjávarmáli. Þetta er í raun það vatn sem fyrst komið er að þegar keyrt er til Veiðivatna frá Hrauneyjum, en ...

Lesa meira »

Fullsæll – á sem rennur í Brúará

Fullsæll er á Suðurlandi í um 97 km fjarlægð frá Reykjavík, á upptök sín í Bjarnarfelli og Sandfelli og rennur í Brúará á milli Efri-Reykja og Syðri-Reykja. Áin heitir að vísu bara Fullsæll síðasta spölinn í Brúará, en ofar heitir hann Andalækur, og eftir að Graflækur rennur saman við Andalæk heitir áin Fullsæll allt að Brúará. Þetta er tiltölulega grunn ...

Lesa meira »

Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Gljúfurá er tveggja stanga bergvatnsá í Húnaþingi á Norðvesturlandi, í um 250 km fjarlægð frá Reykjavík, mitt á milli Víðidals og Vatnsdals, og í raun skilur á milli A-Húnavatnssýslu og V-Húnavatnssýslu. Áin rennur um hrikalegt umhverfi frá upptökum sínum í sunnanverðu Víðdalsfjalli, í um 28 km vegalengd og fellur í Hópið. Áin er hinsvegar fiskgeng um 10 km vegalengd frá ...

Lesa meira »

Mýrarkvísl í Reykjahverfi

Mýrarkvísl

Mýrarkvísl er í mikilli náttúrufegurð í Reykjahverfi við Húsavík í um 465 km fjarlægð frá Reykjavík, en í einungis um 10 km fjarlægð frá Húsavík. Þetta er dragá, með drjúgum lindáreinkennum, og er ekki mjög stór. Hún á upptök sín í Langavatni og er um 25 km vegalengd frá vatni og niður að ósi við Laxá í Aðaldal, en áin ...

Lesa meira »

Fjarðará í Hvalvatnsfirði

Fjarðará er skemmtileg fjögurra stanga sjóbleikjuá sem rennur í Hvalvatnsfjörð, en Hvalvatnsfjörður er einn nyrsti fjörðurinn á skaganum á milli Skjálfandaflóa og Eyjafjarðar í um 444 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 62 km fjarlægð frá Akureyri. Áin heitir í raun Fjarðará bara síðasta spölinn til sjávar, eftir að Gilsá og Þverá hafa sameinast við bæinn Gil, en þangað er ...

Lesa meira »

Svarfaðadalsá í Eyjafirði

Svarfaðadalsá

Svarfaðadalsá er í Svarfaðadal utarlega í Eyjafirði í um 410 km fjarlægð frá Reykjavík og í rúmlega 40 km fjarlægð frá Akureyri. Frá Dalvík er þetta einungis skotspölur. Svarfaðadalsá á upptök sín á miðjum Tröllaskaga, og er hægt að segja að þessi veiðiperla Eyjafjarðar sé ein af þessum vanmetnu veiðiám, enda er Svarfaðadalsá mikil og góð sjóbleikjuá þar sem einnig ...

Lesa meira »

Húseyjarkvísl í Skagafirði

Húseyjarkvísl

Húseyjarkvísl er í Skagafirði í um 290 km fjarlægð frá Reykjavík, rétt við Varmahlíð, á upptök sín sunnan við Mælifellshnjúk á hálendinu, og fellur í vestari kvísl Héraðsvatna. Áin hlykkjast í gegnum þetta mikla söguhérað landsins í stórbrotnu umhverfi, og er laxgeng allt að Reykjafossi. Ofan Reykjafossar kallast áin Svartá. Húseyjarkvísl, með sitt 12 km langa silungasvæði, hefur fest sig ...

Lesa meira »

Reykjadalsá í Reykjadal

Reykjadalsá

Reykjadalsá er um 35km löng á í Þingeyjarsýslu í um 435 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 55 km fjarlægð frá Akureyri, rennur um Reykjadal þar sem hún fellur í Vestmannsvatn. Úr Vestmannsvatni rennur svo Eyvindalækur sem er um 4 km langur, en í honum er einnig nokkur veiði. Þess má geta að Vestmannsvatn er innan Veiðikortsins. Reykjadalsá er afskaplega ...

Lesa meira »

Svartá í Skagafirði

Svartá í Skagafirði er staðsett í vestanverðum Skagafirðinum, rétt við Varmahlíð, í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík. Svartá í Skagafirði er bergvatnsá sem á upptök sín á Eyvindarstaðaheiði, rennur um Svartárdal og síðan milli Neðribyggðar og Reykjatungu, með þjóðvegi 752, en beygt er inn á hann frá þjóðvegi 1. Hún fellur nokkuð bratt fyrst um sinn inni í Svartárdalnum, ...

Lesa meira »

Hlíðarvatn í Selvogi

Hlíðarvatn í Selvogi er einstaklega fallegt og frjósamt bleikjuvatn sem er rúmlega 3,3 km² að stærð og í 1 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er 5 metrar, en meðaldýpið er hinsvegar tæplega 3 metrar. Hlíðarvatn í Selvogi er í stórbrotnu umhverfi þar sem náttúrufegurðin er heillandi. Hlíðarvatn í Selvogi er í eigu Strandarkirkju sem á jarðirnar sem umlykja ...

Lesa meira »

Fremri Laxá

Fremri Laxá er 7 km löng lindá sem fellur úr Svínavatni í Laxárvatn í Austur-Húnavatnssýslu í um 270 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 14 km fjarlægð frá Blönduós. Laxá í Ásum fellur svo úr Laxárvatni, en Laxá í Ásum er ein þekktasta og dýrasta laxveiðiá landsins. Þetta er nett og falleg veiðiá sem hentar ákaflega vel fyrir fluguveiði, hvort ...

Lesa meira »

Vatnsá í Heiðardal

Vatnsá er staðsett í Heiðardal sem á upptök sín í Heiðarvatni í Mýrdal í um 190 km fjarlægð frá Reykjavík, og einungis um 11 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Vatnsá fellur svo í jökulánna Kerlingardalsá, sem rennur til sjávar rétt austan við Vík í Mýrdal. Þó stutt sé, þá er þessi litla og viðkvæma á með um 40 merkta ...

Lesa meira »

Fiskilækjarvatn

Fiskilækjarvatn sem einnig er nefnt Fjárhúsavatn er lítið og nett vatn sem staðsett er í Melasveit í um 60 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið liggur í um 50 metrum yfir sjávarmáli og er um 0.13 km2 að flatarmáli. Þetta er ákaflega fjölskylduvænn veiðistaður, en bæði er hægt að veiða bleikju og urriða í vatninu. Stærð fiska í vatninu er mest ...

Lesa meira »

Héðinsfjarðará ( Fjarðará )

Héðinsfjarðará sem einnig er nefnd Fjarðará, er í Héðinsfirði í um 387 km fjarlægð frá Reykjavík, er um 4 km löng og rennur í Héðinsfjarðarvatn. Héðinsfjarðarvatn liggur alveg við sjóinn í um 1 metra yfir sjávarmáli og er um 4 km langt. Héðinsfjarðará hefur löngum verið ákaflega vinsæl bleikjuveiðiá enda hafa oft verið sagðar sögur af stútfullri Héðinsfjaraðrá af bleikju. ...

Lesa meira »

Norðfjarðará

Norðfjarðará er rétt við Neskaupsstað í Fjarðarbyggð í um 750 km fjarlægð frá Reykjavík. Upptökin eru undir Fanndalsfelli uppi á hálendinu inn af Norðfirði og eru nokkrar ár sem renna saman við hana á leið til sjávar í botni Norðfjarðar, svo sem Selá sem rennur úr Seldal, en einnig Hengifossá og aðrar minni sprænur. Norðfjarðará er ein af bestu sjóbleikjuám ...

Lesa meira »

Vatnamótin

Vatnamótin eru í nágrenni Kirkjubæjarklausturs í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu í um 285km fjarlægð frá Reykjavík, en einungis 12 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Veiðisvæðið sjálft er svo einungis 8 km sunnan við þjóðveginn sjálfann. Útsýnið frá Vatnamótum er heldur betur glæsilegt, bæði til fjalla og jökla. Þetta er gríðarlega stórt veiðisvæði og hefur löngum verið rómaður fyrir að vera með þeim ...

Lesa meira »

Staðará í Staðarsveit

Staðará í Staðarsveit er á Snæfellsnesi í um 200km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 85 km fjarlægð frá Borgarnesi. Áin á upptök sín í Hagavatni og fellur til sjávar í Vatnsflóa. Í Hagavatni er ágæt veiði, bæði sjóbleikja, sjóbirtingur, og stöku lax og getur stærð fiska í vatninu orðið nokkuð góð. Það er hinsvegar nokkuð mikill gróður í vatninu ...

Lesa meira »

Ísafjarðará

Ísafjarðará er í botni Ísafjarðar í um 295 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 155 km fjarlægð frá Ísafjarðarbæ. Þetta er frekar stutt og köld á sem heldur laxi. Í ánni er einnig falleg bleikja. Í ánni eru nokkrir fallegir veiðistaðir, og er aðkoma nokkuð góð fyrir flesta bíla. Ekki er mælt með að fara langt inneftir með ánni ef ...

Lesa meira »

Heiðarvatn í Mýrdal

Heiðarvatn er í Mýrdal í um 190 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 11 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Þetta vatn hefur um árabil verið eitt af vinsælustu og þekktustu vötnum landsins þar sem hægt er að veiða næstum allar gerðir íslenskra ferskvatnsfiska, þ.e. sjóbirting, urriða, vatnableikju, og stöku lax. Þetta vatn er um 1.9 km2 að flatarmáli ...

Lesa meira »