Heim / Silungsveiði

Silungsveiði

Hafralónsá

Hafralónsá er í Þistilfirði á norðaustur hluta landsins, í skotspöl frá Þórshöfn, en í um 700 km fjarlægð frá Reykjavík. Þetta er 40 km. löng dragá sem á upptök sín í Heljardalsfjöllum og Stakfelli, Stakfellsvatni, og Hafralóni í um 500 metrum yfir sjávarmáli. Þetta er vatnsmikil og nokkuð köld á, svotil á pari við Sandá að vatnsmagni, með 28 km. ...

Lesa meira »

Jökla III

Jökla III

Jökla III er svæði í Jöklu og er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum og á upptök sín inni á öræfum. Jökla III er nýtt og að mestu ókannað 6 stanga svæði sem nær ofan brúar að Merki ásamt þveránni Hrafnkeilu og eins langt og hægt er að veiða ...

Lesa meira »

Skorradalsvatn í Skorradal

Skorradalsvatn er í Skorradal í Borgarfirði í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, en Skorradalurinn er ákaflega fallegt svæði og er þar nokkuð mikil sumarhúsabyggð. Þetta er nokkuð mikið stöðuvatn og liggur það í um 58 metrum yfir sjávarmáli og er um 16 km langt en þó ekki nema um 1 ~ 1.5 km að breidd að mestum parti. Þetta ...

Lesa meira »

Breiðdalsá silungasvæði

Breiðdalsá silungasvæði er svæði í Breiðdalsá sem er ákaflega falleg laxveiðiá með gjöfult silungasvæði í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 80 km fjarlægð frá Egisstöðum. Áin á upptök sín til fjalla þar sem lækir tínast saman og verður svo til þar sem Tinnudalsá, Suðurdalssá, og Norðurdalsá renna saman, og rennur hún svo til sjávar hjá Breiðdalsvík. ...

Lesa meira »

Hólmavatn í Dölum

Hólmavatn er á Hólmavatnsheiði, norður af bænum Sólheimum í Laxárdal í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km frá Búðardal. Það er um 1 km2 að stærð og í um 190 m hæð yfir sjávarmáli. Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan, annars farið hefðbundnar leiðir frá Norðurlandi eða Vestfjörðum. Rétt ...

Lesa meira »

Arnarvatnsheiði & Tvídægra

Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði sem þekja stórt landsvæði á hálendinu. Heiðarnar búa yfir mikilli gróðursæld, eru góð beitilönd, og fuglalíf er þar mikið. Þarna eru gríðarlegur fjöldi vatna, áa og lækjarsprænu. Vötnin svo mörg að hægt er að segja þau vera óteljandi, líkt og stjörnurnar á himnum. Í flestum vötnunum, ám og lækjum er ...

Lesa meira »

Skálmardalsá

Skálmardalsá er í Skálmardal á Barðaströnd í um 280 km fjarlægð frá Reykjavík og á upptök sín á hálendinu ofan Gæsadals. Þetta er ákaflega gjöful og vinsæl sjóbleikjuá þar sem veitt er á þrjár stangir út stutt tímabilið sem spannar einungis um 6 vikur ár hvert, frá miðjum júlí og til loka ágúst, í 12 klst dag hvern. Mikil veiði ...

Lesa meira »

Grenlækur – Seglbúðasvæði

Grenlækur Seglbúðasvæði

Grenlækur er Skaftárhreppi, V – Skaftafellssýslu í um 280 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis um 12 km sunnan við Kirkjubæjarklaustur. Svæði 5 í Grenlæknum er það sem er kallað Seglbúðasvæði, er 10 km langt afskaplega gjöfult veiðisvæði í einstakri náttúru. Sumir kalla þennan læk Grænalæk og halda því fram, að það sé hið rétta nafn, dregið af því að ...

Lesa meira »

Fellsá í Strandarsýslu

Fellsá er í Strandasýslu í um 240 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 30 km fjarlægð frá Hólmavík. Fellsá á upptök sín á Steinadalsheiði og rennur til sjávar í botni Kollafjarðar. Á leiðinni niður af Steinadalsheiði heitir áin nokkrum nöfnum. Efst heitir hún Þórarinsá, þar á eftir Steinadalsá, og svo Fellsá. Áin er fiskgeng um 6 km kafla og ...

Lesa meira »

Miðdalsá í Steingrímsfirði

Miðdalsá í Steingrímsfirði er skemmtileg á í Kirkjubólshreppi, Strandasýslu. 230 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 12 km fjarlægð frá Hólmavík. Hún á upptök sín í litlum tjörnum í um 330 metrum yfir sjávarmáli og rennur um fallegt umhverfi í Steingrímsfjörð sunnanverðan. Áin er fjölbreytt, hægfljótandi litlar breiður og hraðfljótandi strengi. Efst í dalnum er gil og foss ...

Lesa meira »

Selá í Steingrímsfirði

Selá í Steingrímsfirði er í Strandasýslu á mörkum Hrófbergshrepps og Kaldrananesshrepps í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 15 km fjarlægð frá Hólamvík. Þetta er ein af vatnsmestu ám á Vestfjörðum með meðalrennsli í kringum 16 rúmm. / sek og á upptök sín á Ófeigsfjarðarheiði í um 500 metrum yfir sjávarmáli. Mestmegnis veiðist bleikja í Selá ...

Lesa meira »

Bjarnarfjarðará

Bjarnarfjarðará er afar vinsæl sjóbleikjuá sem er staðsett í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km fjarlægð frá Hólmavík. Talið er að upptök árinnar sé að finna í Goðadalsvötnum, en þaðan rennur Goðadalsá sem sameinst svo Sunnudalsá og verður að Bjarnafjarðará. Þetta er mjög fallegt 7 km veiðisvæði með ágætu aðgengi að flestum ...

Lesa meira »

Núpá í Núpárdal

Núpá er dragá sem á upptök sín á hálendinu ofan Núpdals og leynir verulega á sér. Áin á sameiginlegan ós með Haffjarðará á Löngufjörum við utanverðar Mýrar og er í eðli sínu silungsveiðiá, með laxavon. Þessi á lætur ekki mikið yfir sér en á marga vænlega veiðistaði þar sem hún rennur lygn á milli malareyrar og grasbakka. Núpá er lítil ...

Lesa meira »

Víðdalsá – silungasvæði

Víðidalsá er bergvatnsá sem rennur um Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu og er ein þekktasta og besta laxveiðiá landsins, í um 210 km fjarlægð fá Reykjavík. Áin er dragá sem á upptök á Víðidalstunguheiði og Stórasandi og heitir ein upptakakvíslin þar Dauðsmannskvísl. Silungasvæði Vídalsár er neðsti hluti árinnar áður en hún rennur í Hópið, en þaðan fellur svo Bergós til sjávar. Þetta ...

Lesa meira »

Fögruhlíðarós

Fögruhlíðarós er austast í Jökulsárhlíð og tilheyrir Ketilstöðum í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 60 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Fögruhlíðarós er ákaflega skemmtilegt sjóbleikjusvæði og myndast alltaf sérstök stemming að veiða sjóbleikju á fallaskiptum að nóttu til. Hér veiðist eitthvað af sjóbirtingi, og einnig hefur lax látið á sér kræla undanfarið. Kjörið fyrir smærri hópa sem ...

Lesa meira »

Minnivallalækur

Minnivallalækur - Veiðistaðavefurinn

Minnivallalækur er sjö kílómetra langur lækur í um 110 km fjarlægð frá Reykjavík skammt frá Hellu, á upptök sín í Landsveit og rennur í Þjórsá um Vindásós. Talið að um 2 stofna urriða séu á sveimi í Minnivallalæk. Annar stofninn er svokallaður Þjórsárurriði sem kemur upp í lækinn á góðum dögum, og svo stofn sem að mestu heldur sig í ...

Lesa meira »

Villingavatn

Villingavatn

Villingavatn er lítið 0.18 km2 vatn við enda Þingvallavatns til suðurs við hlið Ölvusvatnsá og Ölvusvatnsós. Vatnið er grunnt 800m langt og 300 m að breidd. Lítill lækur rennur úr vatninu í Þingvallavatn. Áður fyrr var þessi lækur einn af uppeldisstöðum Þingvallarurriðans. Í vatninu veiðist urriði sem getur orðið ógnarstór eins og Þingvallarurriðinn getur orðið. Gjöfular flugur eru þær sömu ...

Lesa meira »

Þingvallavatn Kárastaðir

Þingvallavatn Kárastaðir

Kárastaðir er svæði við Þingvallavatn í Þingvallasveit í Bláskógabyggð og er í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík. Þingvallavatn er í um 100m. hæð yfir sjávarmáli og mælist um 84 km2 að flatarmáli.  Mesta dýpi er um 114 m.  Þingvallavatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum. Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn  einstakt meðal ...

Lesa meira »

Skjaldbreiðarvatn – Skagaheiði

Skjaldbreiðarvatn er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi. Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- ...

Lesa meira »

Langavatn – Skagaheiði

Langavatn er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi. Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- ...

Lesa meira »