Búðardalsá skemmtileg 2 stanga laxveiðiá á Skarðströnd í um 50 km fjarlægð frá Búðardal og í um 210 km fjarlægð frá Reykjavík. Búðardalsá á upptök sín í Búðardalsdrögum og rennur niður Búðardal niður til sjávar á Skarðströnd við Breiðafjörð. Á leiðinni sameinst Hvarfadalsá Búðardalsá og gerir Búðardalsá að nokkuð nokkuð góðri og vatnsmikilli á. Þetta er um 14 km löng dragá sem er ein af þessum ám sem eru minna þekktar.
Nokkuð góð laxveiði hefur verið í Búðardalsá undanfarin ár og er meðalveiði síðastliðinna 10 ára um 450 laxar, og segja má að áin sé með aflahæstu ám landsins miðað við stangarfjölda.
Mest var veiðin í Búðardalsá árið 2008, en þá veiddust 646 laxar.
Leyfilegt er að veiða á bæði flugu og maðk í Búðardalsá til 1. september, en eftir það er einungis heimil veiði á flugu.
Kvóti hefur verið ákveðinn 4 fiskar á stöng á dag. Eftir það skal öllum fiski sleppt.
Notarlegt veiðihús sem ber nafnið Kastali fylgir seldum veiðileyfum, en þar er allt til að láta sér líða vel.