Blanda 3 er svæði í Blöndu sem er jökulá í Austur-Húnavatnssýslu á Norðvesturlandi og rennur í gegnum Blönduós, í um 240 km fjarlægð frá Reykjavík.
Hún á uppruna sinn í Hofsjökli en einnig renna í hana fjölmargar bergvatnsár af húnvetnsku heiðunum.
Áin er um 125 km að lengd, sem gerir hana að áttundu lengstu á landsins, og er vatnasviðið um 2300 ferkílómetrar.
Blanda rennur ofan af Eyvindarstaða- og Auðkúluheiði um 18 kílómetra langt gljúfur, Blöndugil, ofan í Blöndudal og síðan um Langadal og til sjávar í Húnafirði sem liggur inn af Húnaflóa.
Blanda hefur skipað sér öruggan sess sem ein af bestu laxveiðiám Íslands. Vandfundin er sú á sem gefur betri veiði í upphafi tímabils og er stórlaxastofninn i ánni sérlega öflugur.
Alltaf hefur mikill lax verið í henni en áður en hún var virkjuð var hún mjög gruggug svo að laxinn sá sjaldnast beituna og var húkk helsta veiðiaðferðin, en það er úr sögunni eftir að jökulaurinn hvarf.
Blöndu er skipt í fjögur veiðisvæði:
- Svæði I er neðan Ennisflúða
- Svæði II er frá Breiðavaðslæk að heimreið að Æsustöðum.
- Svæði III nær frá Æsustöðum að útfalli Blönduvirkjunar
- Svæði IV er fyrir framan Blönduvirkjun
Blanda 3 er ofarlega í Langadal, í um 280 km fjarlægð frá Reykjavík, og nær frá Svartabakka að vestan og upp að 50 metrum neðan Blönduvirkjunnar. Blanda 3 er um 20 km langt veiðisvæði.
Þegar líða fer á sumarið getur þetta svæði orðið ákaflega gjöfult og skemmtilegt veiðisvæði þar sem bæði er veitt í eyrarhyljum á sléttlendi og í ægifögrum gljúfrum að ofan. Þeir sem einu sinni hafa farið á þetta svæði verða yfirleitt heillaðir og koma aftur og aftur.
Blanda 3 er með þrjár stangir á dag út tímabilið sem nær frá 20. júní til 20. september ár hvert.
Leyfilegt er að veiða á flugu, maðk og spón á þessu svæði, en kvóti hefur verið ákveðinn 3 laxar á stöng á dag.
Nokkuð gott aðgengi er að flestum stöðum á þessu svæði, og hægt að keyra nánast að öllum hyljum. Hinsvegar er það ekki algilt, og þarf að nota 2 jafnfljóta á eitthvað af stöðum í gljúfrunum.
Umsögn Veiðistaðavefsins
Verð veiðileyfa
Aðkoma að veiðistöðum
Umhverfi
Almenn ánægja
Gott
Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.
Blanda 3 – skemmtilegar myndir
Vinsælar flugur: