Bjarnarfjarðará er afar vinsæl sjóbleikjuá sem er staðsett í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km fjarlægð frá Hólmavík. Talið er að upptök árinnar sé að finna í Goðadalsvötnum, en þaðan rennur Goðadalsá sem sameinst svo Sunnudalsá og verður að Bjarnafjarðará.
Þetta er mjög fallegt 7 km veiðisvæði með ágætu aðgengi að flestum stöðum.
Áin er vel þekkt sem góð sjóbleikjuá og geta menn vænst að lenda í góðri sjóbleikjuveiði þegar líður á sumarið og sjóbleikjugöngurnar byrja.
Einhver laxavon er í ánni auk bleikjunnar.
Leyfilegt er að veiða á 4 stangir í Bjarnarfjarðará út tímabilið sem nær frá 20. júní og nær til 20. september ár hvert.
Fluga, maðkur, og spónn er leyfilegt í ánni.
Bjarnarfjarðará – vinsælar flugur:
Skemmtilegar myndir frá staðnum: