• Berufjarðarvatn

    Fallegt lítið veiðivatn sem hentar allri fjölskyldunni

  • Berufjarðarvatn

    Fallegt lítið veiðivatn sem hentar allri fjölskyldunni

  • Berufjarðarvatn

    Fallegt lítið veiðivatn sem hentar allri fjölskyldunni

Berufjarðarvatn

Berufjarðarvatn - Veiðistaðavefurinn

Berufjarðarvatn er frekar lítið vatn í um 215 km fjarlægð frá Reykjavík sem stendur við Bjarkarlund við Berufjörð í Reykhólahreppi, í Austur-Barðastrandasýslu. Það stendur við Vestfjarðaveg og er í alfaraleið fyrir þá sem ætla að heimsækja suðurfirði Vestfjarða.

Að flatarmáli er það einungis um 0,14 km2 og stendur það í um 50 metrum yfir sjávarmáli. Mesta mælda dýpt vatnsins er einungis um 2 metrar. Það er um 600 metrar að lengd, og um 300 metrar að breidd.
Alifiskalækur fellur í vatnið en Kinnastaðaá fellur úr því og þá til Þorskafjarðar.
Hægt er að aka að vatninu norðaustan megin, beint niður frá Hótel Bjarkalundi.

Það er mikið af fiski í vatninu sem oftast viktar frá 1 – 3 pund. Mest er af urriða en einnig veiðist þar bleikja.
Stærsti viktaði fiskur sem veiðst hefur í Berufjarðarvatn i á stöng sem vitað er vóg um 10 pund.

Sagan segir að í Berufjarðarvatni hafi fiskeldi fyrst verið reynt á Íslandi, en menn láta yfirleitt vel af veiðinni, enda tekur silungurinn grimmt og fer yfirleitt enginn fisklaus heim eftir ferð í vatnið.

Heimilt er fyrir Veiðikortshafa að veiða í öllu vatninu, en þurfa þó að skrá sig fyrst hjá veiðiverði á Hótel Bjarkalundi, en bæði kortanúmer og kennitala eru þar skráð niður.

Veitt er við Berufjarðarvatn frá 15. maí og allt til 15. september ár hvert. Góð veiði er allt tímabilið, allan daginn, en þó er heldur betri veiði fyrripart sumarsins. Og eins og annarstaðar að þá gefa morgnar og kvöld bestu veiðina.
Leyfilegt að að veiða með flugu, maðk, og spón við Berufjarðarvatn.

Reglur: Korthafar Veiðikortsins þurfa að skrá sig hjá veiðiverði á Hótel Bjarkalundi, þar sem kortanúmer og kennitala eru skráð niður. Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig neinar leifar eða ummerki. Stranglega er bannað að aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
Veiðivörður/tengiliður á staðnum: Allar upplýsingar eru veittar í afgreiðslu á Hótel Bjarkalundi.

 

x

Check Also

Selá í Steingrímsfirði

Selá í Steingrímsfirði er í Strandasýslu á mörkum Hrófbergshrepps og Kaldrananesshrepps í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 15 km fjarlægð ...