Frostastaðavatn er eitt af Framvötnunum svokölluðu sunnan Tungnaár í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið liggur í um 570 metrum yfir sjávarmáli, er um 2.5 km2 að flatarmáli og er því stærsta vatnið sem er í nágrenni Landmannalauga.
Umhverfi Frostastaðavatns er afskaplega fallegt og einkennist helst af hrauni sem umlykur það úr flestum áttum.
Í vatninu er gríðarlegur fjöldi af bleikju sem er fremur smá, en undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun á henni á kostnað urriðans í vatninu, sem hefur fækkað á móti. Það er hinsvegar ekki algilt að eingöngu sé smábleikja í vatninu, því inn á milli setja menn í ágætis fiska.
Helst er að setja í stóru fiskana þegar halla tekur að degi austan við bílastæðið. Hraunið í suðurendanum er einnig vinsælt og gjöfult, en til að komast þangað þarf að leggja á sig örlitla göngu sem gerir manni bara gott.
Aðkoman að vatninu er nokkuð góð, en vegurinn liggur meðfram vatninu að norðan- og austanverðu þar sem eru bílastæði fyrir veiðimenn.
Ekki eru takmarkaðar stangir í Frostastaðavatn, og hefst veiðitímabilið frá því að fært er í vötnin um miðjan júní til 15. september.
Frostastaðavatn – vinsælar flugur: